Rabarbarakrem – curd

Rabarbaraksmjör - curd

 • Servings: /Magn: u.þ.b. 5 dl
 • Difficulty: meðal
 • Print

Uppruni

Mig langaði að búa til eitthvað annað en rabarbarasultu úr uppskerunni úr garðinum og fann þessa uppskrift í sænsku blaði. Þetta rabarbarakrem (curd) er gott á Amerískar pönnukökur, með ostum eða ofan á ristað brauð með osti. Prófaði að nota kremið í rúllutertu og kom það vel út – Rabarbaradraumaterta

Hráefni

 • 500 g rabarbari
 • 1¼ – 1½ dl vatn
 • 2 egg
 • 1½ dl sykur
 • 50 g smjör

Verklýsing

 1. Rabarbari skorinn í litla bita og settur í pott ásamt vatninu. Suðan látin koma upp, hitinn aðeins lækkaður og látið krauma í 5 -10 mínútur (ef suðan er mikil verður uppgufunin meiri og því minni saft.  Mér finnst ágætt að hafa lokið á pottinum)
 2. Rabarbaramaukinu hellt úr pottinum í sigti með grisju og saftin látin renna í skál (sjá myndir fyrir neðan)
 3. Það þarf 1 dl af saft í rabarbarakremið. Ef vökvinn er meiri er upplagt að sjóða vökvann niður til að fá meira bragð (vökvinn settur í pott og látinn sjóða þar til vökvinn er rúmlega 1 dl) – látið kólna
 4. Egg og sykur þeytt saman þannig að hræran verði létt og ljós – rabarbarasaftinni hellt út í (vökvinn má ekki vera mjög heitur) og þeytt áfram yfir heitu vatnsbaði (best að láta skálina liggja á potti með heitu vatni á lágum hita)
 5. Hækka aðeins hitann á hellunni (má samt ekki bullsjóða) og hæra stöðugt í með sleif eða sleikju þar til blandan hefur þykknað (stundum nota ég hitamæli til að fylgjast með en blandan fer að þykkjast við 70°C) Skálin tekin af pottinum og smjöri bætt við – hrært þar til það hefur bráðnað
 6. Kremið sett í hreinar krukkur með loki (best að sjóða þær – soðnar ásamt lokum í vatni í nokkrar mínútur). Ágætt að láta kremið kólna aðeins en setja lokin á þegar krukkurnar eru enn volgar og inn í kæli – geymt í kæli

Geymsla

Geymist ágætlega í kæli í a.m.k. viku.

Rabarbaramaukið sigtað
IMG_3870

Bæði hægt að nota písk eða handþeytara til að hræra egg og sykur saman

Saftinni blandað saman við

Þegar kremið hefur þykknað er smjöri bætt við

Þá er gott að taka skálina af pottinum

Smjörið bráðnar 

 

Krukkurnar látnar standa í smá stund áður en lokin eru sett á – samt gott að setja þær inn í kæli aðeins volgar


 

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*