Súrdeigsbrauð – hvítt

Súrdeigsbrauð - hvítt

  • Difficulty: meðal
  • Print

Uppruni

Þessi uppskrift kemur úr sænsku blaði – eins og svo margar aðrar.

Hráefni

Verklýsing

  1. Hveiti, vatni og súrdeigsgrunni blandað saman og hnoðað á meðalhraða í hrærivél í 10 mínútur. Salti bætt við og hnoðað áfram í 5 mínútur. Þegar deigið er hnoðað svona lengi verður það mjög teygjanlegt
  2. Deigið lagt í olíuborna skál með plastfilmu yfir og láitð standa í 4 tíma á heitum stað – þar sem ekki er trekkur
  3. Deigið sett á hveitistráða borðplötu og brotið saman í þrennt þannig að það verði í þremur lögum. Það er gert á eftirfarnidi hátt: Deigið er togað til beggja hliða þannig að það verði lengra á þverveginn (ferhyrningur).  Gott að nota létt handtök og ýta lauslega með fingrunum hér og þar – þannig nær deigið að halda eiginleikum sínum og loftbólur myndast. Brotið er upp á annan endann (gott að nota brauðsköfu) þannig að 1/3 af deiginu stendur út af. Sá hluti er svo brotinn yfir – þannig verður deigið þrílaga (sjá myndir fyrir neðan). Athuga að einnig er hægt að búa til tvö minni brauð í staðinn fyrir eitt stórt
  4. Endanum lokað með því að ýta lauslega á og forma brauðið. Brauðið lagt á bökunarplötu (með bökunarpappír) og látið skurðendann snúa niður. Látið hefast í tæpar 2 klukkustundir með klútt yfir
  5. Ofninn hitaður í 250°C – þegar hálftími er eftir af hefingu
  6. Brauðið sett neðarlega í ofninn.  Smá vatni skvett í botn ofnsins (þannig myndast skorpa á brauðinu).  Stilla á 10 mínútur
  7. Lækka hitann í 175-200°C (háð því hversu dökkt brauðið á að vera)
  8. Bakað í 35-40 mínútur (ögn styttra ef brauðin eru tvö) – gott að láta brauðið kólna á grind

IMG_4177

IMG_4178

IMG_4179

IMG_4180

IMG_4102

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*