Góður og barnvænn fiskréttur – sérstaklega fljótlegur

Góður og barnvænn fiskréttur – sérstaklega fljótlegur

  • Servings: 4 - 5
  • Difficulty: mjög auðvelt
  • Print

Uppruni

Í stað þess að og kaupa tilbúinn indverskan fiskrétt, sem er vinsæll á heimilinu, ákvað ég að prófa að útbúa slíkan sjálf. Gekk út frá því að hafa hann eins einfaldan og fljótlegan og mögulegt var. Börnunum þótti hann frábær og ákvað ég því að halda þessari ofur einföldu uppskrift til haga.

Forvinna

Hægt að gera lið 1. – 3. í verklýsingu eitthvað áður.

Hráefni

  • 1 kg fiskur – best að nota löngu eða keilu
  • 4 tsk Tandoori india spice frá Santa Maria
  • 1 dl olía
  • Salt – magn eftir smekk

Verklýsing

  1. Ofninn hitaður í 180°C
  2. Fiskurinn skorinn í bita
  3. Olíu og kryddi blandað saman í skál og fiskibitar settir ofan í – blandað saman
  4. Sett í eldfast mót og látið vera í ofni í u.þ.b. 15 -18 mínútur
  5. Ögn af saltflögum stráð yfir og maturinn er tilbúinn

Meðlæti

Kartöflur, hrísgrjón eða kúskús og að sjálfsögðu er ferskt salat haft með.

indvkjukli

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*