Melónuhlaup í partýið – áfengt eða óáfengt

Melónuhlaup í partýið - áfengt eða óáfengt

  • Servings: /Magn: Ein meðalstór melóna
  • Difficulty: meðal
  • Print

Uppruni

Fyrir þá sem finnst skemmtilegt að útbúa eitthvað sérstakt fyrir partýið er þessi uppskrift tilvalin. Dóttir mín hefur gaman af því að búa til ýmsar tegundir af kokteilum en fyrir síðasta boð varð þetta áfenga hlaup fyrir valinu. Þetta kom skemmtilega út og bragðaðist vonum framar – ömmur hennar fengu að smakka og höfðu gaman af. Kannski hættulega lúmskt þar sem ekkert áfengisbragð finnst. Uppskriftina er að finna á tipsybartender.

Forvinna

Hlaupið þarf að standa yfir nótt.

Hráefni - áfengt

  • 1 meðalstór melóna
  • 360 ml Jello kirsuberjahlaup – 4 pakkar (fæst í 85 gr litlum kössum (duft) í Bónus)
  • 16 – 20  blöð matarlím (2 pakkar matarlím)
  • 4 bollar heitt vatn
  • 3 – 4 bollar vodka

Verklýsing

  1. Melónan skorin í tvennt og hreinsuð þannig að aðeins börkurinn er eftir. Ef ekki tekst að borða alla melónuna er tilvalið að setja afganginn í box og útbúa Melónu- og bláberjahristing úr því
  2. Matarlím látið liggja í bleyti í köldu vatni í 5 -10 mínútur
  3. Vatn soðið
  4. Kirsuberjahlaup sett í könnu
  5. Þegar matarlímsblöðin eru tilbúin er mest allt vatnið kreist úr þeim – sett í könnuna
  6. Heita vatninu hellt yfir – hrært.  Látið kólna aðeins – hrært
  7. Vodka hellt út í – blandað saman
  8. Blöndunni hellt í melónuhelmingana – þeir skorðaðir vel í kæli – gott að setja í fat og hafa stuðning báðum megin
  9. Haft í kæli yfir nótt
  10. Þegar hlaupið hefur harðnað (er orðið hlaup) er það skorið niður í bita eða báta

Athuga skal að þetta getur verið lúmskt – varasamt að fá sér of marga bita!

Melónuhlaupið getur líka verið óáfengt og skemmtilegt að bjóða upp á í barnaafmælum.  Það er kannski ekki það allra hollasta en fallegt á borði.

Hráefni - óáfengt

  • 1 meðalstór melóna
  • 360 ml Jello kirsuberjahlaup – 4 pakkar (fæst í 85 gr litlum kössum (duft) í Bónus)
  • 16 – 20  blöð matarlím (2 pakkar matarlím)
  • 4 bollar heitt vatn
  • 3 – 4 bollar vatn

Verklýsing

Verklýsing er sú sama og fyrir ofan nema í stað þess að hella vodka í blönduna (lið 7) er vatni hellt í staðinn.

[/ingredients]

IMG_5730

IMG_3635

IMG_3644

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*