Rúlluterta með möndlum og ferskum berjum

Rúlluterta með möndlum og ferskum berjum

 • Servings: 6 - 8
 • Difficulty: auðvelt
 • Print

Uppruni

Uppskriftin kemur frá mömmu en þessi rúlluterta á sérstaklega vel við þegar berjauppskeran stendur sem hæst. Hindberin eru á svipuðum tíma og bláberin og rifsberin þannig að kakan er án efa terta ágústmánaðar.  Hún er sérstaklega fljótleg og þægileg í bakstri.

Hráefni

Botn

 • 50 g hnetu- eða möndluflögur – ristaðar á þurri pönnu
 • 5 eggjahvítur
 • 25 g sykur
 • 5 eggjarauður
 • 125 g sykur
 • 1 tsk vanilludropar
 • 80 g kransakökumassi
 • 3 msk hveiti

Fylling

 • 2½ – 3 dl rjómi
 • 200 g hindber eða önnur ber

Verklýsing

Botn

 1. Ofninn hitaður í 200°C
 2. Möndlur/hnetur ristaðar á pönnu
 3. Eggjahvítur stífþeyttar og sykri (25 g)  bætt við og þeytt í 3 mínútur til viðbótar. Geymt í kæli
 4. Eggjarauður hvítþeyttar ásamt sykri (125 g). Vanilludropum bætt út í
 5. Kransakökumassa og hveiti blandað saman – bætt við eggjaþeytuna
 6. Eggjahvítunum hrært varlega saman við blönduna – fyrst hluta af þeim og svo afganginum
 7. Bökunarpappír settur á botn í ofnskúffu og hann smurður með olíu
 8. Ristaðar flögur settar ofan á og deiginu hellt yfir
 9. Bakað í 10-12 mínútur
 10. Hvolft á bökunarpappír sem sykri hefur verið dreift á
 11. Hvolft aftur þannig að möndluhliðin snúi út þegar botninum er rúllað upp
 12. Látið kólna

 

Fylling

 1. Rjómi þeyttur og smurður yfir botninn
 2. Ferskum berjum dreift yfir rjómann – hluti geymdur til skreytingar
 3. Botni rúllað saman og sigtuðum flórsykri stráð yfir – skreytt með berjum og myntu

Útgáfa af berjarúllutertu

berjarullu

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*