Melónu- og bláberjahristingur – einfaldur og góður

Melónu- og bláberjahristingur - einfaldur og góður

  • Servings: /Magn: u.þ.b. 2 glös
  • Difficulty: auðvelt
  • Print

Uppruni

Ég bjó þetta til þegar ég sat uppi með melónu sem var ekki lengur fersk. Skar hana niður, setti í nokkur box og geymdi í kæli. Var því nokkuð snögg að útbúa hristinginn. Ég á líka mikið af lausfrystum bláberjum í frystinum og ákvað að skella þessu saman. Þessi drykkur er í algjöru uppáhaldi enda góð og holl fylling í magann. Upplagt að tína bláber í ágúst og eiga í frysti.

Hráefni

  • 500 g vatnsmelóna
  • 100 – 150 g frosin íslensk bláber eða hindber
  • Viðbót: t.d. lífræn engiferrót (með hýðinu), sítróna/lime og/eða fersk mynta

Verklýsing

Hráefni sett í blandara – hellt í glös og er tilbúið til drykkjar

IMG_3894

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*