Mjúkir snúðavafningar með kanil

Mjúkir snúðavafningar með kanil

 • Servings: 32 - 48 snúðar
 • Difficulty: meðal
 • Print

Uppruni

Þessa snúða fékk ég hjá Eriku en þeir eru bæði mjúkir og fallegir. Þeir líkjast Heimsins bestu snúðum.

Forvinna

Auðvelt að baka og setja í frystinn – alltaf gott að geta náð í einn og einn.

Deig

 • 1 bréf þurrger (rúmlega 3 tsk)
 • 120 g smjör
 • 5 dl mjólk
 • 1 dl sykur
 • ½ tsk salt
 • 1 – 2 tsk steyttar kardimommur (líka gott að nota heilar kardimommur og mylja þær í morteli)
 • 1 egg
 • 13 – 14 dl hveiti
 • 1 egg – til penslunar
 • Skraut (má sleppa): Perslusykur eða sykur

Fylling - á hvorn helming

 • 50 g smjör – mjúkt
 • 1½ msk kanill
 • U.þ.b. ¾ dl sykur

Deig

 1. Mjólk og smjör hitað í 37°C (ekki heitara) – best að bræða smjörið fyrst og hella mjólkinni út í)
 2. Ger, kardimommur, sykur og salt sett í skál og blandað saman
 3. Volgri mjólkurblöndunni hellt í skálina
 4. Setjið nokkra dl af hveiti í skálina og hrærið með sleikju
 5. Bætið síðan egginu við (gott að hafa það við stofuhita) – hrærið
 6. Afgangi af hveiti bætt við og hnoðað þar til deigið verður þannig að hægt sé að koma við það án þess að það klístrist mikið – rakur klútur settur yfir skálina
 7. Látið hefast í 45 mínútur á stað þar sem ekki er trekkur

Fylling, penslun og bakstur

 1. Deiginu er skipt í tvennt – flatt út ca 25×50 cm
 2. Mjúku eða bræddu smjöri dreift/penslað yfir deigið
 3. Kanilsykri stráð yfir (kanil og sykri blandað saman)
 4. Deiginu skipt í tvennt og annar helmingurinn lagður ofan á hinn (þannig að verði ca 12,5 x 50 cm)
 5. Pizzuskeri notaður til að skera grunnt í deigið og ákveða jafna hluta. Skipting: byrja t.d. á að skipta í miðju og skipta síðan hverjum helmingi í þrjá hluta og að lokum hverjum þriðjungi í tvo.  Það eiga að koma 24 snúðar úr öðrum helmingnum eða samtals 48. Einnig er hægt að hafa snúðana stærri og skipta hverjum helmingi í tvo hluta og síðan aftur í tvo þannig að út koma 16 snúðar úr hvorum helmingi eða 32 í heildina
 6. Þegar búið er að ákveða stærð hverrar ræmu er notaður pizzuskeri aftur til að skera alveg niður – betra að skera eina ræmu í einu og klára að vinna með hana. Skera ræmuna síðan í tvennt en stoppa áður en komið er að brún (sjá mynd)
 7. Víxla þeim þannig að snúra myndast og rúlla upp í bollu – (sjá mynd)
 8. Snúðunum raðað á smjörpappír á bakstursplötu og þeir látnir hefast aftur í 30 mínútur með klút yfir
 9. Ofn hitaður í 250°C (yfir- og undirhiti)
 10. Að lokum eru snúðarnir penslaðir með pískuðu eggi (má píska örlítla mjólk með). Grófum perslusykri eða sykri stráð yfir snúðana
 11. Baka í u.þ.b. 5 – 8 mínútur (fer eftir stærð snúðanna)

 

Deigið fyrir og eftir hefingu

IMG_3866

IMG_3867

IMG_3784

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*