Frábær afmælisdrykkur a´la Drífa – óáfengur

Frábær afmælisdrykkur a´la Drífa - óáfengur

 • Servings: rúmlega 3 lítrar
 • Difficulty: mjög auðvelt
 • Print

Uppruni

Frískandi og svalandi drykkur sem Drífa setti saman. Upplagt að bjóða upp á hann í stað gosdrykkja í afmælisveislum – fullorðnir jafnt sem börn drekka þennan drykk. Hlutföllin eru ekki heilög og um að gera að nýta þá safa sem til eru í ísskápnum.

Forvinna

Fínt að búa til blönduna eitthvað áður og láta hana standa í kæli.

Hráefni

 • 5 bollar appelsínusafi
 • 3 bollar trönuberjasafi
 • 5 bollar ananassafi
 • 150 ml coconut syrup – fæst í matvöruverslunum (t.d. í Kosti eða Kaffitári)
 • 50 ml Grenadine (jarðarberja- og hindberjasíróp (hefur fengist í Hagkaupi)
 • Appelsína – skorin í sneiðar
 • Ananas – í bitum
 • Lime – skorið í sneiðar (má sleppa)
 • Klakar – ísmolar

Verklýsing

Öllu blandað saman í könnu og borið fram kalt.

IMG_3756

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*