Morgunbrauð Frú Sigríðar

Morgunbrauð Frú Sigríðar

  • Servings: 1 brauð
  • Difficulty: meðal
  • Print

Uppruni

Þetta brauð hefur Frú Sigríður bakað undanfarna áratugi og borðað í morgunmat. Reglulega bakar hún brauðið, sker það niður og geymir í frystinum. Á hverjum morgni nær hún sér í sneið til að hafa með teinu sínu.

Hráefni

  • 3 tsk þurrger eða 50 g pressuger
  • 3 dl vatn
  • 200 g kostasæla – við stofuhita
  • 1 tsk sykur
  • 1 tsk salt
  • 2 msk olía
  • 125 g fjögurrakornablanda (má einnig nota þriggjakornablöndu/fjölkornablöndu)
  • kúmen – bæði til að setja í deigið og strá ofan á
  • 550 g hveiti
  • egg til penslunar – við stofuhita
  • birkifræ
  • sesamfræ

Verklýsing

  1. Gerið sett í skál og leyst upp í volgu vatni (37°C) – (gerbakstur – góð ráð)
  2. Hveiti, kotasælu, sykri, salti, matarolíu, kúmeni og kornblöndu bætt út í og hnoðað vel saman. Plastfilma sett yfir og deigið látið hefast á volgum stað í 45 mínútur
  3. Ofninn hitaður í 200°C
  4. Deigið tekið úr skálinni og brauðhleifur (kringlóttur eða aflangur) mótaður, sett í ofnskúffu með bökunnarpappír – ristaður kross eða rákir settar í deigið
  5. Brauðið penslað með léttþeyttu eggi – birki, kúmeni og sesamfræjum stráð yfir
  6. Bakað í 25 mínútur

Geymsla

Brauðið er glimrandi gott nýbakað og fínt að eiga sneiðar í frysti.

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*