Ómótstæðilegt konfekt með grjáfíkjum og marsipani

Ómótstæðilegt konfekt með gráfíkjum og marsipani

 • Servings: 20-22 konfektbitar
 • Difficulty: auðvelt
 • Print

Uppruni

Uppskriftin kemur frá Eriku snilldarkokki.  Konfektið er orðið hluti af jólabakstrinum og bý ég það einnig til þegar farið er í hina árlegu göngu. Konfektið sómir sér einnig vel á veisluborði.

Forvinna

Konfektið má búa til nokkrum dögum áður og geyma í kæli. Best er að marsipanfyllingin standi yfir nótt eða a.m.k. í nokkrar klukkustundir.

Hráefni

 • 100 g marsipan
 • 100 g fíkjur – skornar í bita
 • 1 – 1½ msk koníak
 • 100 g suðusúkkulaði eða 70% suðusúkkulaði
 • Nokkrir dropar af olíu – má sleppa

Verklýsing

 1. Marsipan og niðurskornum fíkjum blandað saman ásamt koníaki – plastfilma sett yfir og látið standa í nokkrar klukkustundir eða yfir nótt
 2. Kúlur mótaðar – gott að nota teskeið til að ákveða magnið – kælt
 3. Súkkulaði brætt í skál yfir vatnsbaði – ekki á of miklum hita. Það er betra að láta það bráðan rólega. Dropar af olíu settir út í
 4. Kúlunum dýft ofan í súkkulaðið og það látið renna aðeins af – gott að nota bogagrind til að setja á skálina og láta renna af kúlunum áður en þær eru setta á smjörpappír – einnig fínt að nota gaffal. Gott að skafa súkkulaðið af undir kúlunni svo að ekki myndist of mikið súkkulaði á neðra hluta hennar
 5. Sett í kæli og látið aðeins harðna – sett í box með smjörpappír í botninum

Geymsla

Geymist vel í kæli í nokkra daga.

IMG_3546

IMG_3047

Konfekt í ferðalagið

konfekt

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*