Sumarterta verður varla betri

Sænsk sumarterta með jarðarberjum og vanillukremi

 • Servings: /Magn: 10-12 sneiðar
 • Difficulty: meðal
 • Print

Uppruni

Haldið ykkur fast því hér kemur Sumartertan og hún er algjört æði.  Hún á ættir sínar að rekja til heja Sverige þar sem jarðarber og vanilla eru vinsæl hráefni.  Það er gaman að búa hana til – það eina sem er smá möndl er að skera botninn í þrennt.  Annars er allt annað mjög þægilegt og tertan er dásemdin ein.

Forvinnsla

Kökuna má setja saman daginn áður og láta standa í kæli.  Eins má baka botninn daginn áður og setja kökuna saman samdægurs en gott að láta hana jafna sig samsetta í 3 klukkustundir.

Ath. Þeir, sem eru hrifnir af hindberjum, geta notað þau í staðinn fyrir jarðarber.

Hráefni

Botnar

 • 4 egg
 • 2 dl sykur
 • 1 tsk vanillusykur
 • 1 dl hveiti
 • 1 dl kartöflumjöl
 • 1 tsk lyftiduft

 

Vanillukrem

 • 2 matarlímsblöð
 • 3 eggjarauður
 • 2 dl mjólk
 • 1 dl rjómi
 • 2 msk sykur
 • 2 msk maizenamjöl
 • 1 vanillustöng

 

Jarðarberjafylling

 • 3 msk jarðarberja- eða hindberjasulta
 • 400 – 500 g jarðarber

 

Samsetning

 • 500 g jarðarber
 • 4 dl rjómi
 • Skraut eins og fersk mynta eða ætileg blóm

Verklýsing

Botn

 1. Ofninn hitaður í 175°C (blástur)
 2. Bökunarpappír settur í 23 – 24 cm smelluform – botnar og kantar smurðir með köldu smjöri
 3. Egg, sykur og vanillusykur þeytt saman
 4. Hveiti, kartöflumjöli og lyftirdufti blandað saman og sigtað saman við eggjablönuna – gott að nota sleikju. Deiginu hellt í formið og bakað í 35 – 40 mínútur. Gott að stinga í með prjóni til að fullvissa sig um að kakan sé bökuð – ef ekkert loðir við prjóninn er hún tilbúin. Botninn látinn kólna og hann skorinn í þrjá þunna botna með tertuskerara eða löngum hnífi.  Ath. það er ekkert hundrað í hættunni þó svo að botnarnir séu ekki þeir alla fallegustu

 

Vanillukrem

 1. Matarlímsblöðin lögð í kalt vatn í 5 mínútur
 2. Eggjarauður, mjólk, rjómi, sykur og maizenamjöl sett í pott – hrært stöðugt og látið hitna þar til blandan þykknar og verður að kremi.  Potturinn tekinn af hitanum og matarblöðin tekin upp úr vatninu, kreist og sett ofan í blönduna
 3. Vanillustöngin klofin og fræin hreinsuð með hnífi og blandað saman við kremið – kremið látið ná stofuhita

 

Jarðarberjafylling

 1. Jarðarberin skorin í smáa bita eða þunnar sneiðar og blandað saman við sultuna

 

Samsetning

 1. Smelluformið þvegið og einn botninn (af þremum) settur ofan í.  Því næst er jarðarberjafyllingunni dreift jafnt yfir
 2. Botn nr. 2 lagður ofan á og vanillukreminu dreift yfir. Botn nr. 3 lagður yfir og kakan sett í kæli. Gott að láta hana jafna sig í a.m.k. 3 klukkustundir eða yfir nótt
 3. Kakan er tekin úr smelluforminu og sett á tertufat – gott ef það er með snúningi.  Rjóminn þeyttur – varast að þeyta hann of mikið en samt þannig að hann leki ekki (rjóminn er fallegri ef hann er ekki ofþeyttur). Þykkt lag af rjóma sett efst og dreift yfir kökuna með spaða eða sleikju
 4. Skreytt með jarðarberjum og öðru skrauti

 

Hráefni

Botn í vinnslu

Jarðarberjafylling í vinnslu – mynd t.h. prjóni stungið í kökuna til að athuga hvort hún sé bökuð

Vanillukrem í vinnslu..

Kakan skorin í þrennt…

 

 

 

 

 

 

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*