Góð sósa með grillinu….

Gott með grillinu - frískandi og fljótleg sósa með grillkjötinu

 • Servings: 6
 • Difficulty: auðvelt
 • Print

Uppruni

Þessa sósu bý ég mjög oft til með marineruðum svínalundum en hún passar líka vel með öðrum grillmat eins og lambakonfekti og grilluðum pylsum.  Auðveld og góð sósa sem er stútfull af kryddjurtum.

Forvinna

Sósuna má gjarnan gera daginn áður og geyma í kæli. 

Hráefni

 • 200 – 250 g sýrður rjómi eða grísk jógúrt
 • 1 dl majónes
 • ½ dl ferskur graslaukur
 • ½ dl fersk steinselja
 • ½ dl ferskt dill (eða ½ msk þurrkað)
 • Tabascosósa – nokkrir dropar
 • Worcestershiresósa – nokkrir dropar

Verklýsing

 1. Sýrður rjómi, majónes, tabascosósa og worcestershiresósa sett í skál – hrært
 2. Graslaukur, steinselja og dill saxað og hrært saman við

 

Köld sósa – hráefni

Í vinnslu

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*