Frískandi og góður sumardrykkur
Uppruni
Með árunum hef ég kunnað betur og betur að meta þennan frískandi og góða drykk. Það er gaman að bjóða upp á hann sem fordrykk og best finnst mér þegar glasið er fullt af klökum. Hvíslað var að mér að gott væri að setja tonic í stað sódavatns og það er mikið til í því.
Hráefni
- Klakar
- Appelsína
- 1½ dl freyðivín
- 1 dl Aperol
- ½ dl tonic eða sódavatn
- Sneið af appelsínu
Verklýsing
- Fallegt og stórt glas á fæti fyllt af klökum
- Freyðivíni hellt fyrst í glasið
- Næst kemur Aperol
- Að lokum er tonic eða sódavatni hellt í glasið
- Skreytt með sneið af appelsínu