Smjörsteiktur aspas – frábær sem meðlæti eða forréttur

Smjörsteiktur aspas – frábær sem meðlæti eða forréttur

  • Servings: /Magn: 1 búnt
  • Difficulty: auðvelt
  • Print

Uppruni

Þegar ferskur aspas er til í verslunum er upplagt að nota hann sem meðlæti eða sem forrétt.

Forvinna

Sjóða aspasinn.

 

Hráefni

  • 1 búnt aspas – ágætt að skera aðeins neðan af honum
  • Smjör
  • Saltflögur
  • Pipar

Verklýsing

  1. Vatn sett í víðan pott – nægilega mikið til þess að það fljóti yfir aspasinn. Hitað að suðu
  2. Aspasinn settur ofan í og hitinn aðeins lækkaður – látið sjóða en alls ekki bullsjóða í 3 – 4 mínútur (fer eftir sverleika), tekinn upp úr.  Ef aspasinn er soðinn of lengi missir hann fallega græna litinn.  Ágætt að geyma suðuvatnið (aspassoðið) – hægt að nota það í súpu. Þá er gott að láta soðið sjóða aðeins niður þ.e. láta vatnið sjóða í nokkrar mínútur í viðbót
  3. Smjör brætt á pönnu (gæta þess að það brenni ekki). Aspasinn lagður á pönnuna og hitinn hækkaður. Látinn brúnast aðeins á háum hita
  4. Aspasinn tekinn af pönnunni og lagður á fat – piprað með nýmöluðum pipar og saltflögum dreift yfir

 

Á vel með

Kjöti, fiski eða bara eitt og sér.

[/directions]

IMG_4866 IMG_4867

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*