Einföld, létt og ljúffeng sítrónukaka – óbökuð

Einföld, létt og ljúffeng sítrónukaka - óbökuð

 • Servings: /Magn:12-14 bitar
 • Difficulty: auðvelt
 • Print

Uppruni

Í ferð minni til Mallorca fékk ég mjög góða sítrónuköku en sítrónur eru í miklu uppáhaldi hjá mér. Ég fékk uppskriftina en þar sem erfitt er að nálgast sítórnudjúsa hér heima þurfti ég aðeins að aðlaga hana að þeim aðstæðum. Kakan höfðar til margra og er vinsæl á heimilinu. Hún er einföld og fljótleg en hún þarf að standa í kæli yfir nótt.

Forvinna

Þessa köku þarf að laga daginn áður en hún er framreidd.

Hráefni

Botn

 • 200 g Hafrakex eða Digestice kex
 • 70 g smjör – brætt

Fylling

 • 3 msk sítrónusafi (úr u.þ.b. 1 sítrónu)
 • 3 msk sykursíróp
 • 1½ dl heitt vatn
 • 3 matarlímsblöð
 • 100 g Philadelpia rjómaostur – við stofuhita
 • 5 dl rjómi
 • ½ kassi (½ dl pulver) sítrónu Jelly berry

Sítrónuhlaup

 • ½ kassi Jelly berry – sítrónu (½ dl af duftinu)
 • ½ bolli heitt vatn
 • ½ bolli kalt vatn

Verklýsing

Botninn

 1. Kex mulið smátt og sett í skál – gott að nota mortel
 2. Bræddu smjöri bætt saman við – blandað vel saman og sett í 24 – 25 cm smelluform (hafa bökunarpappír í botninum) – geymt í kæli á meðan fyllingin er útbúin

 

Fylling

 1. Matarlím sett í kalt vatn og látið liggja í 5 mínútur
 2. Matarlímsblöðin tekin úr vatninu – kreist aðeins og sett út í 1½ dl af heitu vatni. Gott að hræra aðeins
 3. ½ dl af Jelly berry duftinu bætt við matarlímsblönduna og hrært
 4. Sykursírópi og sítrónusafa blandað saman við – hrært
 5. Rjómi þeyttur og rjómaostur settur út í hluta af þeytta rjómanum (gott að hræra aðeins í rjómaostinum áður – þá er auðveldara að blanda honum saman við allan rjómann og koma í veg fyrir kekki)
 6. Þegar matarlímsblandan er orðin volg (aðeins lægra en 37°C) er hún sett út í rjómablönduna
 7. Fyllingin sett ofan á botninn og kakan sett í kæli. ATH: Mikilvægt að láta hana stífna áður en sítrónuhlaupið er sett ofan á – þá blandast sítrónuhlaupið síður við fyllinguna

 

Sítrónuhlaup

 1. Vatn hitað og helmingur af innihaldi pokans settur út í – hrært í 1 – 2 mínútur þannig að allt duft sé vel uppleyst
 2. Köldu vatni hellt út í – hrært og látið kólna aðeins áður en sett er á kökuna
 3. Blandan má ekki byrja að hlaupa áður en hún er sett á kökuna (en ekki heldur vera of of heit) – gott að miða við aðeins lægri hita en 37°C.  Hellt yfir og kakan sett í kæli
 4. Kakan sett á kökudisk og skreytt með ferskri myntu og/eða sítrónusneiðum

Geymsla

Geymist vel í kæli í nokkra daga.

[/directions]

IMG_4845

 

IMG_4842IMG_4841IMG_4840

IMG_4839 2

IMG_4838

IMG_4837

IMG_4779

 

IMG_4777

IMG_4780

 

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*