Besta leiðin til að frysta bláber

Besta leiðin til að frysta bláber

  • Difficulty: auðvelt
  • Print

Uppruni

Á hverju ári tínum við bláber enda alveg frábært að eiga þau í frysti yfir veturinn. Hér áður fyrr frysti ég berin með sykri en í dag sleppi ég honum enda eru berin margfalt betri þannig. Eftir að ég fór að lausfrysta berin og sleppa sykrinum setti ég þunn lög af berjum í box og bökunarpappír á milli. Svo var það konan sem var með mér í göngu í Fljótunum. Hún sagði mér frá mjólkurfernuaðferðinni – sú aðferð er alveg frábær.

Hráefni

  • Bláber
  • Hreinar mjólkurfernur

Verklýsing

  1. Bláberin hreinsuð
  2. Mjólkurfernur skolaðar og látnar þorna
  3. Berin sett í fernurnar, lokað fyrir og síðan í frysti
  4. Þegar nota á frystu berin er gott að þrýsta aðeins á hliðar fernunnar og berin eru þá laus og fín

 

Fryst bláber má nota t.d.:

IMG_6480

 

 

 

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*