Einfaldur og góður chia grautur – tilvalið að eiga í ísskápnum

Einfaldur og góður chia grautur

 • Servings: fyrir 3 - 4
 • Difficulty: auðvelt
 • Print

Uppruni

Ég fékk frábæran chia graut í Boston og hef reynt að búa til svipaða útgáfu síðan. Í byrjun gerði ég möndlumjólkina sjálf en mér fannst möndlubragðið vera of yfirþyrmandi. Eftir hjálp frá Gerðu, vinkonu minni, er þessi útgáfa niðurstaðan – hún kemst næst þessum góða graut sem við fengum í Boston. Gott að laga einn svona skammt, setja mátulegt magn í lokaðar krukkur og eiga inni í kæli.  Gott að borða eitt og sér en góð byrjun á deginum er að hella graut í skál – bæta við ferskum ávöxtum, hnetum, fræjum eða nota það sem er í uppáhaldi hjá hverjum og einum.

Forvinna

Ágætt að búa grautinn til kvöldið áður og geyma hann í kæli.

Hráefni

 • 1 dl chia fræ
 • 7 – 8 dl möndlumjólk
 • 1 tsk vanilluduft (fæst lífrænt í glerkrukkum)
 • 1 msk hunang
 • 1½ – 2 dl grísk jógúrt

Verklýsing

 1. Chia fræjum, vanilludufti, hunangi og 2 dl af möndlumjólk blandað saman – hrært reglulega í 10 mínútur svo að ekki myndist klumpar. Bæta 3 dl  af möndlumjólkinni við – hrært áfram
 2. Eftir 15 mínútur er afgangur af möndlumjólkinni settur út í ásamt grísku jógúrtinni. Hrært vel saman
 3. Grauturinn settur  í krukku/krukkur með loki og beint í kæli

Meðlæti

Alls kyns fersk ber, ávextir, hnetur, döðlur, fræ eða ávexti eiga vel við grautinn. Ef til eru bláber í frystinum er upplagt að nota þau.

Geymsla

Grauturinn geymist vel í kæli í nokkra daga.

IMG_7546

IMG_7545

IMG_7557

IMG_7645

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*