Bláberjapæ með hnetum og marsipani

Bláberjapæ með hnetum og marsipani

 • Servings: /Magn: 12 sneiðar
 • Difficulty: meðal
 • Print

Uppruni

Ég fann þessa uppskrift í sænsku blaði. Fannst pæið gott og auðvelt að baka. Best að bera það fram volgt. Set uppskriftina inn til að halda henni til haga.

Forvinna

Hægt að flýta fyrir með því að baka pæið fyrr um daginn eða daginn áður – velgja svo aðeins áður en það er borið fram.

Hráefni

Deig

 • 100 g smjör við stofuhita
 • ½ dl sykur
 • ½ – 1 egg
 • 2¾ dl hveiti

Fylling

 • 175 g möndlumassi – rifinn
 • 80 g smjör
 • 2 egg
 • 200 g bláber – upplagt að nota fersk, íslensk bláber eða fryst

Hnetukaramella

 • 150 g smjör
 • ½ dl hveiti
 • 1½ dl sykur
 • 1 dl rjómi
 • 2 msk hunang
 • 2 msk síróp
 • ½ msk vanilluduft
 • 200 g hnetumix – það sem er til eða í uppáhaldi

Verklýsing

Deig

 1. Smjör, sykur og hveiti hnoðað saman
 2. Hálfu eggi bætt við – hnoðað í eina kúlu
 3. Þrýst á kúluna svo að hún fletjist aðeins út – vefja innan í plastfilmu og geyma í kæli í 30 mínútur
 4. Taka deigið út og láta það jafna sig í 15 mínútur við stofuhita
 5. Ofninn hitaður í 190°C (yfir- og undirhiti)
 6. Deigið flatt út þannig að það rúmist í 22 cm springformi með 5 cm kanti (fletja út tæp 27 cm hring). Það er allt í lagi þó að deigið detti í sundur – fletja það út og fylla svo í götin á eftir – gott að nota fingurna

Fylling

 1. Marsipan og smjör – hrært saman. Eggi bætt við – einu í einu
 2. Fyllingin sett í botninn ofan á smjördeigið. Bláberjum hellt yfir
 3. Pæið sett í miðjan ofninn og bakað í 22 mínútur

Hnetukaramella

 1. Smjör, hveiti og sykur sett í pott – hrært saman á lágum hita í 10 mínútur
 2. Hnetur grófsaxaðar
 3. Rjóma, hunangi, sírópi og vanilludufti –bætt við. Mikilvægt að hræra allan tímann. Hrærið þar til hitinn nær 112° -114° hita. Gott að nota hitamæli til að fylgjast með hitanum – hræra stöðugt
 4. Þegar pæið er tekið út er hnetukurlinu dreift yfir
 5. Karamellublöndunni hellt yfir
 6. Pæið sett aftur inn í miðjan ofn í 8 mínútur

Meðlæti

Vanilluís eða þeyttur rjómi á vel við.

IMG_5732

Karamellan útbúin

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*