Sítrónuostakaka með bláberjahlaupi

 

Sítrónuostakaka með bláberjahlaupi

  • Servings: 8 manns
  • Difficulty: meðal
  • Print

Uppruni

Þessi uppskrift er tekin úr sænsku blaði.

Forvinna

Hægt er að útbúa sykraða sítrónubörkinn löngu áður og geyma í ísskáp. Kökuna má einnig laga töluvert áður en bláberjahlaupið er búið til.

Hráefni

Botn

  • 100 g smjör
  • 200 g digestive kex

 

Fylling

  • 200 g rjómaostur
  • 3 egg
  • 2 dl strásykur
  • 1 msk vanillusykur
  • 2 lífrænar sítrónur – börkurinn rifinn
  • 3 dl rjómi

 

Bláberjahlaup og skraut

  • 2 blöð matarlím
  • ¾ dl sykur
  • ¾ dl vatn
  • ½ dl safi af frystum bláberjum
  • Bláber
  • Sykraður sítrónubörkur – (sjá uppskrift Ýmislegt)

Verklýsing

Botn

  1. Fyrst er botninn bakaður
  2. Ofninn hitaður í 175°C
  3. Kexið mulið í matvinnsluvél eða morteli
  4. Smjör brætt í potti, kexmylsnu bætt við og hrært vel saman
  5. Blandan er sett í 24 cm springform (líka hægt að setja í litlar eldfastar skálar)
  6. Bakað í u.þ.b. 10 mínútur – látið kólna

 

Fylling

  1. Rjómi þeyttur og settur í skál
  2. Nota sömu skál og rjóminn var þeyttur í til að hræra saman rjómaosti, eggjarauðum, sykri, vanillusykri og sítrónuberki – rjómanum bætt varlega saman við
  3. Eggjahvítur þeyttar þar til þær verða léttar og hvítar – bætt varlega saman við blönduna
  4. Fyllingin sett ofan á bakaðan botninn, plast látið yfir og sett í frysti í lágmark 6 tíma

 

Bláberjahlaup og skreyting

  1. Hlaupið er búið til nokkrum tímum áður en kakan er borin fram
  2. Matarlímið er sett í kalt vatn í skál í a.m.k. 5 mínútur
  3. Sykur, vatn og safi úr bláberjum er soðið saman og tekið af hellunni
  4. Matarlímið kreist og sett í bláberjasafann – hrært og látið kólna í stofuhita
  5. Þegar safinn er orðinn eins viðkomu og eggjahvíta er honum hellt yfir fyllinguna. Ef hann er orðinn of stífur er ráð að hita hann aðeins aftur
  6. Sett í frysti í u.þ.b. 30 mínútur
  7. Kakan er skreytt með sykruðu sítrónuberki og bláberjum

 

Geymsla

Kakan geymist vel í kæli.

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*