Uppáhaldspylsuréttur barnanna

Uppáhaldspylsuréttur barnanna

 • Servings: 6 manns
 • Difficulty: meðal
 • Print

Uppruni

Erna Guðrún bjó þessa uppskrift til og er hún alltaf jafn vinsæl hjá börnunum. Gott að grípa til í tímahraki – ég tala nú ekki um ef soðin hrísgrjón leynast í ísskápnum.

Hráefni

 • 1 laukur – má sleppa
 • ½ -1 græn paprika
 • ½ rauð paprika
 • ½ – 1 tsk karrý (smekksatriði hvað mikið)
 • Olía til steikingar
 • 1 – 1½ reykt medistapylsa (fæst í loftþéttum umbúðum)
 • 1 – 2 dl tómatsósa
 • u. þ.b. 1 dl rjómaostur
 • Vatn
 • Soðin hrísgrjón
 • Ferskt spínat … má sleppa

Verklýsing

 1. Hrísgrjón soðin (ef þau eru ekki til í ísskápnum)
 2. Saxaður laukur steiktur á meðalhita í olíu – karrýi dreift yfir
 3. Niðurskornar paprikur settar á pönnuna
 4. Pylsan skorin í teninga og bætt út í
 5. Tómatsósa og rjómaostur sett út í – hrært saman
 6. Lögg af vatni hellt á pönnuna og að lokum er soðnu hrísgrjónunum blandað saman við
 7. Látið malla aðeins á lægsta hita

Geymsla

Þetta geymist vel í kæli.

pylsu

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt.

*