Home » Döðlubrauð Pálínu

Döðlubrauð Pálínu

 

Döðlubrauð Pálínu

  • Servings: 4-6 manns
  • Difficulty: auðvelt
  • Prenta

Uppruni

Þessi uppskrift kemur frá ömmu Pálí og mamma bakar brauðið alltaf um jólin.

Hráefni

  • 2 egg
  • 2 ½ dl púðursykur
  • 4 dl hveiti
  • 250 g döðlur – skornar smátt
  • 1 tsk natron
  • 70 g möndlur – hakkaðar
  • 1 msk smjör – brætt
  • 2½ dl sjóðandi vatn

Verklýsing

  1. Ofn hitaður í 180°C
  2. Egg og púðursykur þeytt saman þar til blandan verður létt og ljós
  3. Natron og hveiti blandað saman – möndlum og döðlum bætt í
  4. Blandað við eggja- og sykurhræruna með sleif
  5. Smjöri bætt við ásamt sjóðandi vatni
  6. Sett í eitt stórt brauðform eða tvö lítil og bakað í 45 mínútur

Meðlæti

Borið fram með smjöri.

Geymsla

Þetta brauð geymist vel í frysti.

Viltu skilja eftir athugasemd?

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*