Crepes pönnukökur

Crepes pönnukökur

 • Servings: 6 manns
 • Difficulty: meðal
 • Print

Uppruni

Þennan rétt settum við saman sjálf eftir að hafa fengið hugmyndina á veitingastað fyrir mögurm árum. Vinsæll bæði hjá börnum og fullorðnum.

Hráefni

 • Pönnukökur – t.d. Pönnukökur draumalandsins
 • Græn paprika – söxuð
 • Púrrulaukur – saxaður
 • Soðin hrísgrjón
 • Skínka
 • Ostur

Sósa

 • 1 dós sýrður rjómi
 • 2 msk sætt sinnep
 • Pipar
 • Ögn af sætu eins og t.d. Hunang

Verklýsing

 1. Pönnukökur draumalandsins bakaðar
 2. Hrísgrjón soðin (ef þau eru ekki til í ísskápnum)
 3. Ofn hitaður í 180°C
 4. Paprika og púrrulaukur saxað
 5. Sósa: Sýrðum rjóma og sætu sinnepi blandað saman – piprað aðeins. Getur verið gott að setja ögn af sætu
 6. Pönnukaka sett á disk (ef þær eru þunnar er upplagt að setja tvær á diskinn) og hrísgrjón, skinka, ostur, sósa og grænmeti sett á annan helminginn
 7. Pönnukökunni lokað og hún sett í ofn í 5 – 10 mínútur eða þangað til að osturinn er bráðnaður

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt.

*