Crepes pönnukökur
Uppruni
Þennan rétt settum við saman sjálf eftir að hafa fengið hugmyndina á veitingastað fyrir mögurm árum. Vinsæll bæði hjá börnum og fullorðnum.
Hráefni
- Pönnukökur – t.d. Pönnukökur draumalandsins
- Græn eða rauð paprika – söxuð
- Púrrulaukur eða vorlaukur– saxaður
- Soðin hrísgrjón
- Skínka
- Ostur
- Köld sósa með sætu sinnepi
Verklýsing
- Pönnukökur draumalandsins bakaðar
- Hrísgrjón soðin (ef þau eru ekki til í ísskápnum)
- Sósa búin til
- Ofn hitaður í 180°C
- Pönnukaka sett á disk (ef þær eru þunnar er upplagt að setja tvær á diskinn) og hrísgrjón, skinka, ostur, sósa og grænmeti sett á annan helminginn
- Pönnukökunni lokað og hún sett í ofn í 5 – 10 mínútur eða þangað til að osturinn er bráðnaður





