Pönnukökur draumalandsins

Pönnukökur draumalandsins

 • Servings: u.þ.b. 10 pönnukökur
 • Difficulty: meðal
 • Print

Uppruni

Þessi uppskrift kemur úr gamalli matreiðslubók sem hefur fylgt fjölskyldunni í áratugi. Hún hefur mikið verið notuð af ungum sem öldnum og stendur alltaf fyrir sínu.

Forvinna

Tilvalið að hræra í pönnukökudeigið aðeins áður og láta það standa. Geymist vel í kæli yfir nótt.

Hráefni

 • 2 dl hveiti
 • 1/8 tsk matarsódi (natron)
 • ¼ tsk salt
 • 1 lítið egg
 • 3 dl mjólk
 • 2 msk smjör eða olía
 • Vanilludropar eftir smekk

Verklýsing

 1. Þurrefnum er blandað saman í skál
 2. 2 dl af mjólk bætt við og hrært saman með pískara eða í hrærivél þar til blandan verður kekkjalaus
 3. Eggi og 1 dl af mjólk bætt við
 4. Vanilludropum og bræddu smjöri/olíu hrært saman við
 5. Látið standa
 6. Bakað við miðlungshita.  Mér finnst betra að hafa pönnukökurnar þunnar en það er smekksatriði

Meðlæti

Þeyttur rjómi, sulta/hlaup/sykur eða bráðið suðusúkkulaði.

 

 

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*