Uppáhaldið hennar Drífu – döðlumúffur með karamellusósu

Uppáhaldið hennar Drífu - döðlukaka með karamellu

 • Servings: 10-12 kökur
 • Difficulty: auðvelt
 • Print

Uppruni

Þessa uppskrift fékk ég hjá Önnu Kristínu, vinkonu minni, og er hún í miklu uppáhaldi hjá frumburðinum. Kakan hefur bæði verið notuð sem eftirréttur eða í afmælisveislum en þá er kökunum staflað saman og karamellusósunni hellt yfir.

Forvinna

Tilvalið að búa döðlumaukið til daginn áður og saxa súkkulaðið til að flýta fyrir.

Hráefni

Kaka

 • 250 g döðlur – steinhreinsaðar
 • 3 dl vatn
 • 1 tsk matarsódi
 • 100 g smjör
 • 120 g púðursykur
 • 2 egg
 • 150 g hveiti
 • 120 g saxað suðusúkkulaði

Karamellusósa

 • 120 g smjör
 • 100 g púðursykur
 • ¾ dl rjómi
 • ½ tsk vanilludropar eða vanilla exrat

Verklýsing

Kaka

 1. Ofninn hitaður í 175°C (blástur)
 2. Döðlur (steinarnir teknir ef þær eru með steinum) og vatn sett í pott og suðan látin koma upp. Slökkt undir hellunni og leyft að standa í nokkrar mínútur. Bæði er hægt að kaupa döðlur í kössum og pokum. Þessar í kössunum eru mýkri og þurfa minni suðu
 3. Matarsóda stráð yfir og allt maukað saman í matvinnsluvél eða með töfrasprota
 4. Súkkulaðið saxað
 5. Smjöri og púðursykri hrært saman
 6. Eggi bætt við, einu í senn, og hrært á milli
 7. Döðlumauki, hveiti og súkkulaði bætt við og blandað vel saman
 8. Deigið sett í smurt muffinsform og bakað í 25-30 mínútur

 

Karamellusósa

 1. Öllu blandað saman og látið sjóða í 5 mínútur (svo að hun þykkni)
 2. Sósunni hellt yfir heitar kökurnar

Meðlæti

Borið fram með þeyttum rjóma eða ís.

Geymsla

Þessi kaka er ágæt daginn eftir en langbest nýbökuð.

 

Döðlurnar maukaðar


Karamellusófa í vinnslu

 

IMG_4771

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*