Ístertan sem ekki klikkar

Ístertan sem ekki klikkar

  • Servings: 8-10 manns
  • Difficulty: meðal
  • Print

Uppruni

Þessi kom upprunalega frá Dagnýju, vinkonu minni, en hefur tekið einhverjum breytingum síðan.

Forvinna

Þessi terta fer beint í frysti eftir lögun og því hægt að búa hana til töluvert áður.  Eins má gera botnana sér og klára hana þegar vel stendur á.

Hráefni

Marengs

  • 200 g sykur
  • 4 eggjahvítur
  • 1 tsk lyftiduft
  • 5 dl kornflögur

Ís

  • 4 eggjarauður
  • 4 msk sykur
  • 4 dl rjómi
  • 100 g suðusúkkulaði – hakkað
  • 10 stk kokteilber – hökkuð (má sleppa en þau gefa fallegan lit)

Karamella

  • 5 msk púðursykur
  • 1 dl rjómi
  • 1 g smjör eða smáklípa
  • Nokkrir vanilludropar

Þeyttur rjómi til skreytingar

Verklýsing

Botnar

  1. Ofninn hitaður í 150°C
  2. Sykur og eggjahvítur þeytt saman þar til blandan verður hvít og létt
  3. Lyftidufti og kornflögum blandað saman og bætt við blönduna
  4. Bökunarpappír settur í tvær ofnskúffur. Notið 24-26 cm hringform til að teikna útlínur. Ef uppskriftin er tvöfölduð er tilvalið að nota ofnskúffuna
  5. Blöndunni dreift jafnt innan í hringina á bökunarpappírnum
  6. Bakað í 45-60 mínútur

 

Ís

  1. Rjómi þeyttur og settur í skál
  2. Eggjarauður og sykur þeytt saman. Má nota sömu skál og rjóminn var þeyttur í – óþarfi að þvo hana á milli. Þeytið þar til hræran verður létt og ljós
  3. Rjómanum bætt í ásamt hökkuðu suðusúkkulaði og kokteilberjum

 

Karamella

  1. Allt hráefni er sett í pott og soðið saman

 

Samsetning

  1. Annar marengsbotninn er settur ofan í hringform. Ísblöndunni er hellt yfir og hinn marengsbotninn lagður ofan á. Gott að láta botninn snúa upp (á hvolfi) þannig að yfirborðið sé slétt og auðveldara að dreifa karamellunni ofan á
  2. Karamellunni dreift jafnt yfir kökuna
  3. Kanturinn skreyttur með þeyttum rjóma
  4. Sett í frysti og tekin út 2 klukkustundum áður en bjóða á upp á hana

Geymsla

Kakan geymist vel bæði í kæli og í frysti, bara ekki of lengi. Gott er að setja plastfilmu yfir kökuna ef hún er geymd í frysti.

Á myndinni er tertan á veisluborði og uppskriftin tvöföld.

31032009 193

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*