Hrískaka (rice krispies) – vinsæl í veisluna

Hrískaka (rice crispies) - vinsæl í veisluna

  • Servings: kransakaka/afmæliskaka
  • Difficulty: auðvelt
  • Print

Uppruni

Þessi uppskrift kemur frá vinkonum dætra minna, systrunum Birtu, Berglindi og Ásdísi. Hrískakan hefur verið gerð í ýmsum útfærslum eins og t.d. muffinsformum, sem sérsniðnar afmælikökur og heil kransakaka. Hún er alltaf borðuð upp til agna.

Forvinna

Þessa köku er hægt að útbúa með góðum fyrirvara enda geymd í frysti.

Hráefni

  • 480-680 g suðusúkkulaði
  • 1 dós (400-500 g) síróp
  • 150 g smjör
  • 280 g Rice krispies

Verklýsing

  1. Smjör, síróp og súkkulaði sett í stóra skál á potti með vatni – látið bráðna við lágan hita
  2. Rice crispies sett saman við og kælt aðeins
  3. Blandan sett í muffins form, kransakökuform eða mótaðir stafir á afmælisköku
  4. Sett í plastpoka í frysti

Geymsla

Kakan er geymd í frysti en tekin út aðeins fyrir notkun – gott að geyma hana á köldum stað.

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*