Sænskt þunnbrauð – hrökkbrauð

Sænskt þunnbrauð - hrökkbrauð

 • Servings: 24 - 26 þunnbrauð
 • Difficulty: meðal
 • Print

Uppruni

Um hver jól bakar mamma þessi þunnbrauð og eru þau ómissandi á jólaborðið.  Þau eru mjög góð með sænskri jólaskinku og dijonsinnepi.  Einnig eru þau góð með smjöri og osti eða ein og sér.

Hráefni

 • 5 dl mjólk
 • 50 g ger (eða 1 bréf þurrger ca. 12 g)
 • 2 tsk salt
 • 3½ dl (200 g) rúgsikti (50% rúgmjöl og 50% hveiti – sigtað saman með grófu sigti)
 • 3½ dl (200 g) íslenskt byggmjöl
 • 3 dl hveiti
 • U. þ.b. 4 dl hveiti til viðbótar þegar flatt er út

Verklýsing

 1. Mjólk hituð í 37°C. Ger sett í skál og örlitlið af mjólk sett út í til að leysa gerið upp
 2. Það sem eftir er af mjólkinni er sett í skálina ásamt salti, rúgsikti, byggmjöli og hveiti – hnoðað saman
 3. Rúllað í smábollur sem eru á stærð við egg eða u.þ.b. 50 g
 4. Bollurnar látnar hefast í 30 mínútur – klútur lagður yfir
 5. Ofninn hitaður í 250°C
 6. Hver kúla er flött út í miklu hveiti – u.þ.b. 2 mm þykkt. Eftir það er notað takkakefli.  Það getur verið gott að pikka hvert þunnbrauð með gaffli áður en það fer í ofninn (þá koma síður loftbólur)
 7. Lagt á heita ofnplötu og bakað í 2 – 3½ mínútur í næst efstu rim í ofninum

Geymsla

Geymist mjög vel.


 

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt.

*