Sænsk jólaskinka

Sænsk jólaskinka

 • Servings: /Magn: U.þ.b. 150 – 200 g á mann
 • Difficulty: meðal
 • Print

Uppruni

Mér hefur alltaf fundist sænsk jólaskinka mjög góð og falleg á jólaborðinu. Hún er hluti af mínum jólaminningum og finnst hún því alveg ómissandi. Uppskriftin kemur úr gamalli matreiðslubók sem mamma mín tók með sér þegar hún flutti heim frá Svíþjóð. Jólaskinkan er yfirleitt borðuð með Waldorfsalati eða Góða kartöflusalatinu. Ég hef farið í boð þar sem hún var borðuð með sænsku þunnbrauði og sterku sinnepi – það var líka mjög gott.

Athuga Skinkan getur verið missölt og því gott að spyrjast fyrir um það. Einnig getur kjötið verið mislegið og þá er það venjulega misbleikt (sjá mynd fyrir neðan).

Hráefni

 • Jólaskinka – bæði hægt að kaupa úrbeinaða rúllu í mörgum stórmörkuðum og sérverslunum.  Hef keypt jólaskinku með beini í sérverslunum eins og Kjöthöllinni í Skipholti
 • 1 egg
 • 2 msk dijon sinnep
 • 1 msk sykur
 • Brauðrasp

Verklýsing

 1. Kalt vatn látið renna (hæg buna) á skinkuna í 10 – 30 mínútur(útvatna kjötið aðeins – til að minnka saltið) – ath. alls ekki nauðsynlegt
 2. Skinkan sett í pott þar sem fituröndin snýr niður (á sérstaklega við ef skinkan er með beini). Kjarnhitamæli komið fyrir þar sem kjötið er þykkast (ekki að beini). Vatn látið ná vel yfir kjötið og hitað að suðu. Mjög mikilvægt að vatnið bullsjóði ekki heldur að kjötið sé soðið rólega. Gera má ráð fyrir u.þ.b. 1 klukkustund fyrir hvert kíló (stundum aðeins meira ef það er með beini) en þegar kjötið hefur náð 77°C er það tekið upp úr vatninu
 3. Nú er gott að hafa hraðar hendur og ná fitunni af á meðan kjötið er heitt
 4. Kjötið lagt í ofnskúffu og ofninn hitaður í 250°C
 5. Egg, sykur og sinnep hrært saman í skál – penslað yfir allt kjötið
 6. Brauðrasp sigtað yfir þannig að það nái að þekja vel – sett inn í ofn í 10 – 15 mínútur eða þar til skinkan hefur náð fallegum gulbrúnum lit. Stundum er kjötið þannig að það er betra að grilla fyrst aðra hliðina – snúa við og pensla hina hliðina, setja rasp yfir og grilla áfram
 7. Skinkan tekin úr ofninum og látin kólna. Skorin í þunnar sneiðar

Meðlæti

Ýmsar tegundir af kartöflusalati eins og t.d. Góða kartöflusalatið, Kartöflusalat , Sænskt þunnbrauð og sinnep eða bara soðnar kartöflur.

Geymsla

Geymist vel í kæli.

Jólaskinka með beini

IMG_9835

IMG_9834 2 IMG_9833

 

Úrbeinuð jólaskinka

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*