Kartöflusalat – gott með grillmatnum

Kartöflusalat - gott með grilluðum pylsum

 • Servings: 4 - 6
 • Difficulty: auðvelt
 • Print

Uppruni

Þessi uppskrift er heimatilbúin og er salatið gott með grillmat, pylsum eða ofan ,,á eina með öllu“.

Hráefni

 • 1 dós sýrður rjómi
 • 125 ml majónes (½ lítil dós)
 • 1 msk sweet relish ( t.d. Boston gurka frá Felix)
 • 1 tsk karrý
 • ½ laukur – hakkaður smátt (má nota púrru eða vorlauk í staðinn)
 • Salt og pipar
 • 750 g soðnar kartöflur – skornar í bita
 • Einnig má krydda aðeins með turmerik, cumin eða/og garam masala

Verklýsing

 1. Kartöflur soðnar (settar í vatn með smá salti – suðan látin koma upp, hitinn lækaður og soðið í 20 mínútur). Kartöflur flysjaðar – sumir flysja og sjóða svo
 2. Sýrðum rjóma og majónesi pískað saman – lauk bætt við ásamt relish, karrý, salti og pipar
 3. Kartöflurnar látnar kólna og skornar í litla bita – bætt við og öllu blandað saman
 4. Fallegt að skreyta með steinselju eða graslauk

 

Geymsla

Kartöflusalatið geymist ágætlega í nokkra daga í kæli.

IMG_7346

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt.

*