Mjög auðveld og barnvæn rúlluterta

Mjög auðveld og barnvæn rúlluterta

 • Servings: 8 - 10
 • Difficulty: meðal
 • Print

Uppruni

Þegar ég var lítil bakaði mamma stundum þessa rúllutertu og er hún mjög góð í minningunni. Nú er það dóttir mín sem bakar hana og er hún vinsæl hjá yngri kynslóðinni. Hún hverfur nær alltaf samstundis af diskinum.

Hráefni

Botn

 • 3 egg
 • 1½ dl sykur
 • 2 dl hveiti (má setja kartöflumjöl að hluta)
 • 2 msk kakó
 • 1 tsk lyftiduft

Smjörkrem

 • 100 g smjör
 • 2 dl flórsykur
 • 2 tsk vanillusykur
 • 1 eggjarauða

Verklýsing

Botn

 1. Ofninn hitaður í 250°C (yfir- og undirhiti)
 2. Egg og sykur hvítþeytt – þannig að eggjahræran verði ljós og stíf
 3. Hveiti (og kartöflumjöli) og lyftidufti blandað saman í skál – sett út í eggjahræruna með sleikju – gott að nota sigti, lítið í einu og hrært í varlega og reglulega
 4. Deigið sett á smurðan bökunarpappír (olía eða smjör) í ofnskúffu – dreift jafnt út
 5. Bakað í 3 – 5 mínútur. Mikilvægt að fylgjast með þar sem kakan er fljót að dökkna
 6. Hvolft á hveitistráðan dúk (viskustykki). Pappírinn dreginn af og ofnskúffan látin yfir meðan kakan kólnar

 

Smjörkrem

 1. Smjör og sykur hvítþeytt – oft er betra að nota hrærara en þeytara
 2. Vanillusykri og eggjarauðu bætt í – þeytt/hrært saman

 

Samsetning

 1. Kremið smurt á tertubotninn – gott að nota spaða eða hníf
 2. Kökunni rúllað saman og velt upp úr strásykri. Einnig má skreyta kökuna með bræddu súkkulaði, heimagerðri súkkulaðisósu og/eða heimagerðum krókantmulningi

 

Geymsla

Rúllutertan er best nýbökuð en hún er einnig mjög góð daginn eftir.

Botn bakaður

IMG_7335

Ofnskúffan látin yfir meðan kakan kólnar

IMG_7334

IMG_7414

IMG_7413

 

 

 

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt.

*