Lakkríshrákaka með rifsberjum

Lakkríshrákaka með rifsberjum

 • Difficulty: meðal
 • Print

Uppruni

Mér finnst gott að eiga hráköku inni í frysti þegar sykurþörfin blossar upp.  Þá næ ég mér í sneið, læt hana aðeins þiðna og fæ mér með kaffinu. Það er mikill kostur að kakan uppfyllir sykurþörfina og er auk þess saðsöm. Lakkrís er í uppáhaldi og því þykir mér kakan góð.  Lausfryst rifsber úr frystinum eru tilvalin í þessa köku.

Forvinna

Upplagt að búa kökuna til hvenær sem er og eiga í frysti.

Hráefni

Botn

 • 100 g valhnetur
 • 15 – 16 stk mjúkar döðlur
 • ½ tsk salt
 • 1 tsk vanilluduft
 • ½ dl seasamfræ
 • ½ dl svört birkifræ
 • 2 tsk lakkrísduft

Fylling

 • 5 dl cashewhnetur (eða blanda af cashewhnetum og möndlum)
 • 2 dl vatn
 • 1 dl kókosolía
 • 1 dl hunang
 • 1 tsk vanilluduft
 • 2 dl rifsber

Efsta lag

 • 2 msk svört birkifræ
 • 1 msk lakkrísduft

Verklýsing

Botn

 1. Allt maukað saman í matvinnsluvél
 2. Maukið sett í u.þ.b. 20 cm botn – bökunarpappír hafður undir.  Sett í kæli á meðan fyllingin er búin til

 

Fylling

 1. Hneturnar látnar liggja í bleyti (hýðið tekið af möndlunum – betra að setja þær í heitt vatn áður)
 2. Allt hráefni, nema rifsberin, maukað saman. Hluta af rifsberjunum dreift yfir botninn
 3. Helmingi af maukinu dreift yfir rifsberin og þar yfir kemur það sem eftir er af þeim. Kakan sett í frysti á meðan efsta lagið er búið til

 

Efsta lag

 1. Hráefninu bætt við afganginn af maukinu í matvinnsluvélinni – maukað saman
 2. Dreift yfir kökuna – gott að nota sleikju þannig að maukið dreifist vel.  Plastpoki eða plastfilma sett yfir kökuna og hún látin standa í frysti í a.m.k. nokkrar klukkustundir
 3. ATH: Mikilvægt að taka kökuna úr frystinum klukkutíma áður en hún er borin fram.  Skreytt t.d. með rifsberjum

Botninn

img_7521

Fyllingin

img_7520 img_7519

Efsta lagið

img_7518

 

img_7707

 

 

 

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt.

*