Fljótleg tómatsúpa með fersku tortellini

Mjög einföld og góð tómatsúpa með fersku tortellini

 • Servings: fyrir 4 - 6
 • Difficulty: mjög auðvelt
 • Print

Uppruni

Ég fann þessa uppskrift í blaði og ákvað að prófa hana. Heimilisfólkið var mjög ánægt með súpuna og ekkert varð eftir. Ekki er verra að þetta tók bara enga stund.

Hráefni

 • 2 pakkar (250 g) af fersku tortellini með mozzarella og tómat
 • 13 – 14 dl kjúklingasoð (u.þ.b. 4 – 6 tsk kjúklingakraftur og 13 – 14 dl heitt vatn)
 • 150 g Philadelfia ostur (venjulegur eða light)
 • 2 flöskur (425 g hvor flaska) Tómatpassata frá Sollu
 • Graslaukur/vorlaukur – skorinn í þunnar sneiðar

Verklýsing

 1. Rjómaostur og ein flaska tómatpassata hitað í litlum potti – blandað saman
 2. Kjúklingakraftur og vatn hitað í stærri potti að suðu. Tortellini sett í sjóðandi vatnið og soðið skv. leiðbeiningum á umbúðum (u.þ.b. 3 mínútur ef það er ferskt)
 3. Rjómaostblöndunni bætt í stóra pottinn ásamt hinni flöskunni af tómatpassata – blandað saman
 4. Graslauk/vorlauk stráð yfir þegar súpan er komin á diskinn

Meðlæti

Nýbakað brauð. Einnig má nota nokkurra daga gamalt brauð (súrdeigsbrauð sérstaklega gott) og er þá gott að rista það á pönnu (með olíu og saltflögum), hafa rautt pestó ofan á eða blanda saman niðurskornum lauk og tómötum og setja á brauðið.

IMG_6883

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*