Home » Kramdar og kraumandi kartöflur

Kramdar og kraumandi kartöflur

Kramdar kartöflur með birkifræjum

  • Servings: fyrir 3
  • Difficulty: auðvelt
  • Prenta

Uppruni

Ég fór einu sinni á veitingastað í New York og fékk þar svipaðar kartöflur með hamborgaranum. Skemmtileg tilbreyting og passar vel við ýmsa kjötrétti eins og t.d. hægeldað lambalæri og heilsteiktar lambakórónur.

Forvinna

Upplagt að forsjóða kartöflurnar.  Oft hef ég allt tilbúið og á þá bara eftir að stinga þeim í ofninn til að hita þær.

Hráefni

  • 500 g kartöflur
  • 1½ msk dökk birkifræ
  • ½ msk vatn
  • ½ dl olía
  • Saltflögur

Verklýsing

  1. Kartöflur forsoðnar í u.þ.b. 10 mínútur – háð stærð
  2. Birkifræin látin standa á meðan í bleyti í vatni
  3. Ofninn hitaður í 220°C
  4. Kartöflur flysjaðar, ef þess þarf, og þær skornar í tvennt (ef þær eru stórar). Þrýst á kartöflurnar (ég hef notað hnífsblað) þannig að þær verða aðeins kramdar. Kartöflurnar settar í skál
  5. Birkifræjum, vatni og olíu blandað saman – hellt yfir kartöflurnar og blandað saman
  6. Sett í ofnskúffu og látið krauma í ofninum í u.þ.b. 15 – 20 mínútur. Ágætt að hræra 1 – 2 sinnum til að fá jafnan lit

Á vel við

Grillkjöt og hamborgara.

 

 

 

 

Viltu skilja eftir athugasemd?

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*