Frískandi hvít súkkulaðimús með sítrónu

Frískandi hvít súkkulaðimús með sítrónu

  • Servings: fyrir 4-5 manns
  • Difficulty: meðal
  • Print

Uppruni

Þessa uppskrift fann ég í sænsku blaði. Frískandi og gott.

Forvinna

Gott að útbúa súkkulaðisítrónukremið, setja í skálar og geyma í kæli yfir nótt.

Hráefni

Hvítt súkkulaði og sítrónukrem

  • 100 g hvítt súkkulaði – saxað fínt
  • 2 dl rjómi
  • ½ dl sítrónusafi
  • ½ dl sykur
  • 4 eggjarauður

Rjómasykur og skreyting

  • 1½ dl rjómi
  • 2 msk flórsykur
  • 2 dl blönduð fersk ber

Verklýsing

Hvítt súkkulaði og sítrónukrem

  1. Rjómi, sítrónusafi og sykur hitað að suðu. Söxuðu hvítu súkkulaðinu blandað saman við og hrært þar til súkkulaðið hefur bráðnað. Blandan látin kólna aðeins
  2. Eggjarauður þeyttar í skál með þeytara. Súkkulaðiblöndunni hellt í mjórri bunu ofan í eggjarauðurnar – þeytt um leið
  3. Blöndunni hellt aftur í pottinn og hún látin þykkna varlega á jöfnum hita – hrært í reglulega. Mikilvægt að blandan sjóði ekki – hætta um leið og blandan hefur þykknað. Ef blandan hefur orðið of heit getur hún orðið kornótt
  4. Blöndunni hellt í 4 – 5 skálar. Látið standa í a.m.k. 3 klukkutíma. Þolir vel að vera 1 – 2 daga í kæli með plastfilmu yfir

 

Rjómasykur og skreyting

  1. Rjómi og flósykur þeytt saman – ekki láta rjómann verða alveg stífþeyttan
  2. Rjómasykrinum dreift ofan á súkkulaðimúsina og skreytt með berjum

IMG_6884

IMG_6812

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*