Heimatilbúin graflaxsósa

Heimatilbúin graflaxsósa

 • Servings: fyrir 4-5
 • Difficulty: mjög auðvelt
 • Print

Uppruni

Uppskriftina fengum við hjá Árna vini okkar og klikkar hún ekki. Þessi frískandi og góða sósa er á jólahlaðborðinu á hverju ári.

Forvinna

Gott að laga sósuna eitthvað áður – þá er hún betri.

Hráefni

 • 1 dós sýrður rjómi
 • 2 – 3 msk sætt sinnep
 • 1 – 1½ msk hunang
 • Dill – gott að nota þurrkað

Verklýsing

Öllu hrært saman. Gott að sósan fái að jafna sig – dillbragðið nær þá meira að njóta sín.

Geymsla

Geymist vel í lokuðu íláti í kæli.

 

4 Comments

 1. Æðisleg! Ég bý í Noregi og finn ekki almennilega sósu með graflaxinum. Þessi sósa er akkúrat það sem ég var að leita eftir. Takk 😀

 2. Kristinn Sigmarsson

  Ég bý á Tenerife og langar að fylgjast með og nota uppskriftir og hugmyndir sem hér eru, takk fyrir.

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt.

*