Auðveld og góð súkkulaðikaka – góð með ís

Auðveld og góð súkkulaðikaka - góð með ís

 • Servings: /Magn: 10-12 sneiðar/bitar
 • Difficulty: auðvelt
 • Print

Uppruni

Þessi kaka er vinsæl á heimilinu – hún er einföld og góð.  Hér á bæ þykir best að borða hana með ís. Kakan býður upp á ýmsa möguleika. Það er gaman að hafa hana heila, setja ís ofan á og skreyta með súkkulaðisósu og berjum.  Einnig má skera hana niður í litlar kökur, setja ís ofan á og skreyta.  Láta þá allar kökurnar saman á disk eða bara eina og eina á kökudisk og bera þannig fram. Ég baka oft þessa köku, skreyti hana ekki neitt og er hún góð á borðinu í nokkra daga – yfirleitt klárast hún fljótt en hún þarf ekki einu sinni að fara í kæli.

Forvinna

Betra er að baka kökuna eitthvað áður – sérstaklega ef setja á ís ofan á hana.

Hráefni

Botn

 • 270 g hveiti
 • 70 g kakó
 • 1½ tsk lyftiduft
 • 1½ tsk matarsódi
 • 1 msk vanillusykur
 • 1 tsk salt
 • 180 g smjör – ósaltað og við stofuhita
 • 420 g sykur
 • 4 egg
 • 3½ dl mjólk – volg

Verklýsing

Botn

 1. Ofninn hitaður í 175°C – (blásturstilling)
 2. Hveiti, kakói, lyftirdufti, matarsóda, vanillusykri og salti blandað saman í skál
 3. Smjör hrært í u.þ.b. 5 mínútur þar til það verður hvítt og loftkennt. Smörið skafið frá köntunum með sleikju
 4. Sykri bætt við og þeytt í 10 mínútur. Eggin sett út í – eitt í einu
 5. Volgri mjólkinni hellt saman við þurrefnin í skálinni – blandað vel saman
 6. Blöndunni bætt við smjörsykursþeytinginn – blandað vel saman með sleif og sett í 24 cm smurt smelluform eða bökunarpappír hafður í botninum
 7. Bakað í 40 – 50 mínútur – stungið í kökuna með prjóni til að athuga hvort hún sé bökuð
 8. Kakan látin kólna

 

Skreyting – hugmyndir

 1. Ef skera á kökuna í litlar kökur er best að finna hæfilega stóran hring (ef ekki er til álhringform má nota skál eða glas og skera meðfram hliðunum með hnífi
 2. Kökuna þarf ekki endilega að skreyta en ís, þeyttur rjómi, súkkulaðisósa (t.d. heitri súkkulaðisósu), ávextir, ber eða nammiskraut á allt mjög vel við – nota bara hugmyndaflugið

Geymsla

Kakan geymist vel við stofuhita undir glerloki í 2 – 3 daga.  Hún geymist vel í frysti en er þá sett í plastpoka.

 

img_7716img_7717

 

Kakan skorin í litla kökubita

img_0576

 

Sneið af köku

img_9341

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*