Kransakökubitar með pistasíuhnetum

Kransakökubitar með pistasíuhnetum

  • Servings: /Magn: 20 - 30 stykki
  • Difficulty: meðal
  • Print

Uppruni

Þessi kransakökuútfærsla er með pistasíuhnetum.  Hún er einföld og góð.

Hráefni

  • 350 g möndlumassi – rifinn gróft
  • 1 eggjahvíta
  • 120 g flórsykur
  • 100 g pistasíuhnetur – saxaðar fínt
  • 100 g suðusúkkulaði

Verklýsing

  1. Eggjahvíta og flórsykur þeytt saman
  2. Möndlumassa bætt við – lítið í einu og hrært saman
  3. Deigið sett í kæli til að það jafni sig í u.þ.b. 20 mínútur
  4. Ofninn hitaður í 190°C
  5. Deigið rúllað í lengjur og þeim velt upp úr söxuðum pistasíum, skorið í hæfilega bita. Það er smekksatriði hversu stórir þeir eiga að vera – það er sniðugt að hafa þá bara einn munnbita. Ég hef stundum skorið bitana í tvennt þegar þeir eru bakaðar og sett súkkulaði á skurðendann
  6. Bökunarpappír settur á ofnskúffu og kökunum raðað þar á – bakað í u.þ.b. 10 -12 mínútur (fylgjast með að brenni ekki síðustu mínúturnar)
  7. Suðusúkkulaði sett í skál, látið bráðna í örbylgjuofni eða yfir heitu vatnsbaði
  8. Öðrum enda á kökunum dýft ofan í súkkulaðið – lagt á smjörpappír og afgangi af pistasíumulningi stráð yfir súkkulaðið
  9. Súkkulaðið látið harðna og kökubitarnir settir í box

 

Geymsla: Best að geyma kökurnar í lokuðu boxi í kæli.

 

 

 

 

 

 

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*