Home » Waldorfsalat

Waldorfsalat

Waldorfsalat - einfalt og gott

  • Servings: 2 - 3
  • Difficulty: auðvelt
  • Prenta

Uppruni

Uppskriftin kemur frá mömmu og hefur þetta salat verið á jólaborðinu frá því að ég man eftir mér. Algjörlega ómissandi með jólamatnum og eitthvað sem maður kann alltaf betur og betur að meta.

Forvinna

Best að útbúa samdægurs.

Hráefni

  • 1 epli – skorið í bita (flysjað eða óflysjað smekksatriði)
  • 1 – 2 stk sellerí – skorið í þunnar sneiðar/bita
  • 1 dl valhnetur – grófsaxaðar
  • 10 – 15 blá vínber – skorin í tvennt og steinhreinsuð
  • 1½ dl sýrður rjómi
  • 1½ dl rjómi (óþeyttur)
  • Smá skvetta af majónesi (sagan segir að þá verði eplin síður brún) 

Verklýsing

  1. Rjómi þeyttur
  2. Sýrður rjómi pískaður í skál
  3. Epli, sellerí, valhnetur og vínber sett út í sýrða rjómann og rjómanum bætt við í lokin. Blandað saman og sett í skál
  4. Skreytt með hnetum og vínberjum

Á vel við 

Jólamatinn eins og t.d. sænka jólaskinku, hamborgarhrygg, hangikjöt og laufabrauðið.

Waldorfsalat er gott með sænskri jólaskinku

Viltu skilja eftir athugasemd?

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*