Waldorfsalat

Waldorfsalat - einfalt og gott

  • Servings: 2 - 3
  • Difficulty: auðvelt
  • Print

Uppruni

Uppskriftin kemur frá mömmu og hefur þetta salat verið á jólaborðinu frá því að ég man eftir mér. Algjörlega ómissandi með jólamatnum og eitthvað sem maður kann alltaf betur og betur að meta.

Forvinna

Best að útbúa samdægurs.

Hráefni

  • 1 epli – skorið í bita (flysjað eða óflysjað smekksatriði)
  • 1 – 2 stk sellerí – skorið í þunnar sneiðar/bita
  • 1 dl valhnetur – grófsaxaðar
  • 10 – 15 blá vínber – skorin í tvennt og steinhreinsuð
  • 1½ dl sýrður rjómi
  • 1½ dl rjómi (óþeyttur)
  • Smá skvetta af majónesi (sagan segir að þá verði eplin síður brún) 

Verklýsing

  1. Rjómi þeyttur
  2. Sýrður rjómi pískaður í skál
  3. Epli, sellerí, valhnetur og vínber sett út í sýrða rjómann og rjómanum bætt við í lokin. Blandað saman og sett í skál
  4. Skreytt með hnetum og vínberjum

Á vel við 

Jólamatinn eins og t.d. sænka jólaskinku, hamborgarhrygg, hangikjöt og laufabrauðið.

Waldorfsalat er gott með sænskri jólaskinku

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*