Hamborgarhryggur með rauðvínssósu

Hamborgarhryggur með rauðvínssósu

 • Servings: 7 - 8
 • Difficulty: meðal
 • Print

Uppruni

Þessa uppskrift hef ég notað undanfarin 15 ár eða frá því að ég byrjaði að halda mín eigin jól. Uppskriftin er í bókinni Hátíðaréttir sem kom út fyrir mörgum árum. Stundum myndi ég vilja hafa eitthvað annað í matinn á aðfangadagskvöld en þar er ég í algjörum minnihluta á heimilinu. Kosturinn er sá að það er tiltölulega þægilegt að matreiða þennan rétt og er hann mjög vinsæll þegar borða á afganga en þá er höfð bearneaissósa með.

Hráefni

 • 3 kg hamborgarhryggur
 • 2 dl tómatsósa
 • 2 msk Dijon-sinnep
 • 2 msk rjómi
 • 2 dl kók (Coke)
 • 1 dl rauðvín
 • 1 dl sykur

Sósa

 • 3 msk smjör
 • 3 msk hveiti
 • 5 dl kjötsoð (5 dl heitt vatn og 1 svínakjötstengingur – sjá leiðbeiningar á umbúðum)
 • 1 dl rauðvín

Verklýsing

 1. Hamborgarhryggur er soðinn í stórum potti inni í ofni eða á hellu. Athuga að vatnið má alls ekki bullsjóða heldur er betra að láta hrygginn sjóða á vægum hita. Kjöthitamæli stungið í mitt kjötið en ekki alveg inn að beini. Soðið þar til mælirinn sýnir 70°C. Ef kjötið er soðið í ofni er hann hitaður í 180°C og vatn látið ná eins vel yfir kjötið og hægt er – lok sett yfir
 2. Þegar kjötið hefur náð 70°C er vatninu hellt af og gljáinn útbúinn
 3. Tómatsósa, sinnep, rjómi, kók og rauðvín hrært saman
 4. Sykurinn hitaður á pönnu – þar til hann bráðnar. Gæta þess að hann brenni ekki. Rauðvínsblandan hrærð saman við – sykurinn harðnar í fyrstu en þegar hrært er áfram á pönnunni þá blandast hann saman við
 5. Ofninn hitaður í 200°C. Hryggurinn settur í ofnskúffu og penslaður með gljáanum – nokkrum sinnum þar til að kominn er fallegur litur á hrygginn.  Gæta þess að hryggurinn brenni ekki – mikilvægt að fylgjast vel með og setja álpappír á ef hann er að brenna

 

Sósa

 1. Smjör brætt í potti og hveiti hrært saman við
 2. Kjötsoðinu hellt smám saman út í og hrært stöðugt í. Bragðbætt með rauðvíni

Meðlæti

Brúnaðar kartöflur, rauðkáli, Waldorfsalat og soðið grænmeti.

Hamborgarahryggur soðin í stórum potti í ofni eða á pönnu

Hamborgarahryggur nýkominn úr pottinum og næsta skref að pennsla með gjláanum

 

Gljáinn í vinnslu

IMG_9832

 

IMG_9846 2

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*