Brúnaðar kartöflur

Sykurbrúnaðar kartöflur

  • Servings: 5 - 6
  • Difficulty: auðvelt
  • Print

Uppruni

Einu sinni á ári brúna ég kartöflur og það er á aðfangadag. Þá man ég aldrei hvernig það er gert og enn síður man ég hlutföllin. Það er því best að setja þetta inn hérna.

Forvinna

Gott að sjóða kartöflurnar á undan og nú orðið flysja ég þær áður en ég set þær í pottinn þar sem þær verða bæði miklu fallegri og auk þess er það tímanlega hagkvæmt.

Hráefni

  • 1 kg kartöflur – fallegra að hafa þær litlar
  • 50 g smjör
  • ¾ dl sykur
  • Fersk persilja – má sleppa

Verklýsing

  1. Kartöflur flysjaðar og soðnar í léttsöltu vatni í u.þ.b. 20 mínútur – ágætt að nota prjón til að kanna hvort þær eru soðnar
  2. Sykurinn látinn bráðna á pönnunni og smjörinu síðan bætt við
  3. Þegar smjörið hefur bráðnað og blandast við sykurinn (að mestu leyti) eru kartöflurnar settar út í og þeim velt upp úr sykurbráðinni
  4. Það er allt í lagi að láta kartöflurnar malla aðeins á pönnunni á lágum hita með loki yfir – bara ekki of lengi
  5. Mér finnst gott að strá smá saxaðri steinselju yfir kartöflurnar í lokin

 

Á vel við

Ýmsan veislumat eins og hamborgarhrygg.

 

 

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*