Súkkulaðismákökur – einfaldar og góðar

Súkkulaðismákökur - einfaldar og góðar

 • Servings: /Magn: U.þ.b. 50 kökur
 • Difficulty: auðvelt
 • Print

Uppruni

Uppskriftin kemur frá mömmu og hafa þessar súkkulaðikökur verið á jólaborðinu um mörg jól. Þær eru bæði stökkar og þunnar. Stundum hefur mamma minnkað sykurmagnið en þá verða þær þykkri og áferðin breytist töluvert. Fyrir lakkrísfólkið á heimilinu hef ég prófað að taka út möndlurnar og setja súkkulaðihjúpaðan lakkrís í staðinn – það kemur alveg ágætlega út.

Hráefni

 • 225 g smjör
 • 2 dl sykur
 • 3 dl púðursykur
 • 2 egg
 • 5 dl hveiti
 • 1 tsk matarsódi
 • 2½ dl möndlur – saxaðar
 • 5 dl suðusúkkulaði – saxað
 • 4 msk heitt vatn
 • 2 tsk vanilludropar
 • Salt

Verklýsing

 1. Ofninn hitaður í 210°C
 2. Smjör, púðursykur og egg hrært vel saman
 3. Afgangi af hráefni hrært saman við
 4. Sett með skeið á bökunarpappír – hafa gott bil á milli þar sem þær renna töluvert út
 5. Bakað í 7 mínútur – látnar kólna á grind og sett í box

IMG_8832

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*