Hrökkbrauðið góða

Hrökkbrauðið góða

  • Servings: 36 stk.
  • Difficulty: auðvelt
  • Print

Uppruni

Þessi uppskrift kemur frá mömmu. Frábært með osti og líka eitt og sér.

Hráefni

  • 4 dl heilhveiti
  • 4 dl haframjöl
  • 2 dl sólblómafræ
  • 1 dl hörfræ
  • 1 dl sesamfræ
  • 1 tsk salt
  • 7 dl vatn

Verklýsing

  1. Öllu blandað saman og hnoðað, plast eða lok sett yfir og látið standa í 30 mínútur
  2. Deigið borið á margnota bökunarpappír eða beint á ofnskúffuna (ef notaður er einnota bökunarpappír vill deigið festast við hann) – passar á þrjár venjulegar bökunarplötur (400 g á hverri plötu)
  3. Ofninn hitaður í 160°C (blástursofn) og brauðið bakað í 20 mínútur – allar plöturnar eru samtímis í ofninum
  4. Tekið út og skorið með pizzuskera í mátulega bita
  5. Sett aftur inn í 150°C heitan ofn og bakað í 50 mín – plöturnar færðar til öðru hvoru
  6. Tekið út og brotið í skornu bitana

Geymsla

Hrökkbrauðið geymist vel við stofuhita – þarf ekki að vera í poka.

img_00291 img_00301 img_0032

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*