Vetrarsalat

Vetrarsalat

 • Servings: fyrir 3-4
 • Difficulty: auðvelt
 • Print

Uppruni

Þetta salat á vel við yfir vetrarmánuðina. Hlutföllin eru ekki heilög – smekksatriði hvað fólki finnst gott. Sumum finnst betra að hafa mikla sósu, aðrir vilja sterkt hunangsbragð og enn aðrir vilja alls ekki epli.

Hráefni

 • U.þ.b. 500 g hvítkál – smátt skorið
 • U.þ.b. 300 g gulrætur – rifnar
 • ½ – 1 epli – rifið
 • 1 – 2 msk majones
 • ½ – 1 tsk hunang
 • 1 tsk dijon sinnep
 • 1 dl sýrður rjómi
 • Má setja safa úr appelsínu og þá minna af hunangi
 • Pipar

Verklýsing

 1. Hvítkál skorið í þunnar ræmur, gulrætur og epli rifin – sett í skál
 2. Annað hráefni sett í hristiglas og hrist
 3. Hellt yfir grænmetið og öllu blandað vel saman

Geymsla

Salat er frekar viðkvæmt í geymslu en þetta þolir alveg nokkra daga í kæli.

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*