Laxahræra

Laxahræra – góð á brauð eða í bakaða kartöflu

 • Servings: 4
 • Difficulty: auðvelt
 • Print

Uppruni

Á matseðlum í Svíþjóð er algengt að sjá ýmsar tegundir af hrærum sem eru síðan settar í bakaða kartöflu.  Þessi uppskrift er heimatilbúin og tilvalið að nota hana ef til er afgangur af heitreyktum laxi.  Ég hef ekki útbúið réttinn án hans en eflaust er það líka gott – þá þyrfti að bæta aðeins við af rækjum og reyktum laxi.  Rétturinn er mjög góður á ristað súrdeigsbrauð eins og t.d. Súrdeigsbrauð bakað í potti eða Gott súrdeigsbrauð (upplagt að nota dags- eða tveggja daga gamalt brauð) eða ofan í bakaða kartöflu.

Hráefni

 • 2 dl heitreyktur lax – saxaður gróft
 • ½ dl reyktur lax – saxaður gróft
 • 2 dl rækjur – saxaðar
 • 1 msk majónes
 • ½ dós sýrður rjómi
 • ½ dós rjómaostur með kryddjurtum (philadelphia)
 • 1 tsk dill
 • 1 tsk sítrónusafi
 • 1 msk graslaukur – saxaður
 • ½ rauðlaukur – saxaður smátt
 • Nýmalaður pipar
 • Steinselja, reyktur lax eða rækjur til skrauts

 

Verklýsing

 1. Sýrður rjómi, majónes og sítrónusafi hrært saman í skál – ná öllum kekkjum úr
 2. Afgangi af hráefnum blandað saman við
 3. Hræran sett á súrdeigsbrauð, sem hefur verið þurrristað á heitri pönnu, eða ofan í bakaða kartöflu
 4. Skreytt með steinselju og reyktum laxi eða rækjum

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*