Heitreyktur lax – hreint lostæti

Heitreyktur lax – hreint lostæti

 • Servings: 6 – 8
 • Difficulty: meðal
 • Print

Uppruni

Uppskriftin kemur frá mömmu og fósturföður mínum. Fyrir nokkrum árum keyptu þau sér heitreykingarofn í veiðibúð og er hann á stærð við stórt eldfast mót. Í Svíþjóð er heitreyktur lax eða varmrökt lax mjög vinsæll. Okkur þykir hann mjög góður og er hann reglulega á boðstólnum. Kosturinn við heitreykta laxinn er að hann er sérstaklega góður svona nýreyktur en hann er ekki síðri eftir nokkra daga úr kæli.  Í Svíþjóð er dill mikið notað og er þá laxinn oft borinn fram með nýsoðnum kartöflum og dilli auk kaldrar kryddjurtasósu.  Hér kemur okkar útgáfa af þessum rétti.

Forvinna

Hægt er að reykja fiskinn eitthvað áður og útbúa kryddsósuna. Gott er að sjóða kartöflunar einnig áður.

Hráefni

Lax

 • 1½ kíló af laxi
 • Saltflögur

Kryddsósa

 • 1 dós sýrður rjómi
 • 150 – 200 g Philadelphia ostur – hvítlaukur og krydd (Vitlök & Örter)
 • Ögn af sítrónusafa
 • Hrein jógúrt  (til að þynna sósuna)

Dillkartöflur

 • 1,2 – 1,5 kg kartöflur
 • Smjör
 • Olía
 • Dill – þurrkað eða ferskt
 • Salt
 • Pipar

Verklýsing

ATH. Til þess að geta heitreykt þarf að hafa reykofn. Þeir geta verið af ýmsum stærðum og gerðum en sá sem ég hef til umráða er lítill og nettur kassi sem auðvelt er að geyma. Ég hef notað sag sem er sérstaklega selt fyrir heitreykingu. Það er mjög fíngert. Einnig hef ég notað beykisag, sem mér áskotnaðist, en það er mun grófara. Ég nota helmingi meira af því. Leiðbeiningar fylgja öllum reykofnum.

 

Lax

 1. Laxinn er hreinsaður með því að skafa hreistrið af með hníf – frá sprorði og upp úr (ekki nauðsynlegt ef ekki á að borða roðið). Síðan er laxinn skolaður og skorinn í mátulega bita (sjá myndir fyrir neðan)
 2. Laxabitar lagðir á fat og reykofninn undirbúinn. Rauðspritti hellt í hitarana og sag sett neðst í boxið. Ég hef sett 2 msk af fínna saginu en 4 msk af því grófa
 3. Laxabitunum raðað á grindina, boxinu lokað og kveikt á hiturunum undir boxinu. Laxinn látinn reykjast í 20 mínútur – boxið opnað og laxinn tekinn af. Ef laxinum er raðað á báðar hæðirnar gæti reykingin tekið aðeins lengri tíma
 4. Gott að láta boxið liggja í bleyti eftir noktun og nota gúmmihanska til að hreinsa það – það verður sótugt.  Við geymum boxið á afviknum stað – lyktin af því getur verið sterk

 

Kryddsósa

 1. Öllu blandað saman og hrært vel þar til blandan verður laus við kekki

 

Dillkartöflur

 1. Kartöflur soðnar og flysjaðar – skornar í tvennt
 2. Olía sett á pönnu og hún hituð.   Kartöflunum skellt á pönnuna og þær látnar brúnast aðeins – gott að bæta smjöri á pönnuna en það gefur gott bragð – má ekki brenna
 3. Dilli – (þurrkuðu eða fersku) dreift yfir. Magnið er smekksatriði en mér finnst gott að hafa vel af því

Meðlæti

Salat, mikið af ferskum tómötum og sítrónubátum/sneiðum.

Geymsla

Fiskurinn geymist vel í lokuðu íláti í kæli. Hann er mjög góður kaldur með nýbökuðu brauði, kryddrjómaosti og salati. Einnig er hægt að útbúa salat úr fiskinum – sjá Laxahræra.

Hreistrið hreinsað af laxinum og hann síðan skolaður

IMG_3440

Laxinn skorinn í bita – fínt að nota skæri á roðiðIMG_3300

IMG_3443

Reykofninn undirbúinn – rauðspritti hellt í hitarana

IMG_3306

Sag sett í botninn – plata sett ofan á

IMG_3305 2

Hér er notað grófara sag

IMG_3442

Grind sett ofan á og laxabitum raðað í boxið, lok sett á og síðan er kveikt á brennurunum undir boxinu

IMG_3302

 

 

Stundum logar vel ef vindáttin er þannig  
IMG_3301 2

 

IMG_3437

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt.

*