Gerðukúlur – hrein dásemd
Uppruni
Uppskriftin kemur frá Gerðu vinkonu minni. Þessar frábæru sælgætiskúlur eru í senn hollar og góðar. Þegar sykurlöngunin blossar upp er upplagt að eiga þær í ísskápnum. Fínt með kaffibollanum og jafnast á við góðan konfektmola.
Hráefni
- 16 stk döðlur
- 5 dl haframjöl
- 4 msk kakó
- 1½ dl kókosolía
- 4 msk kaffi – sterkt og gott uppáhellt
- 2 msk möndlusmjör
- ¼ – ½ tsk vanilluduft
- Ögn af himalayasalti
- 4 tsk sæta – t.d. hunang
- Kókosmjöl – til að velta kúlunum upp úr
Verklýsing
- Allt hráefnið sett í matvinnsluvél og maukað vel – nauðsynlegt að haframjölið maukist vel saman við hin hráefnin
- Kúlur mótaðar og þeim velt upp úr kókosmjöli
Geymsla
Geymist vel í kæli í lokuðu íláti.