Naanbrauð

Naanbrauð

  • Servings: /Magn: 12 brauð
  • Difficulty: meðal
  • Print

Uppruni

Uppskriftin varð til úr mörgum uppskriftum – þetta er niðurstaðan sem mér þykir best.

Hráefni

  • 3 – 3½ dl hveiti
  • 1½ dl heilhveiti
  • 1 – 1½ tsk salt
  • 25 g pressuger (eða ½ bréf þurrger – 6 g)
  • 200 ml volgt vatn – ekki heitara en 37°C
  • ½ – 1 tsk sykur
  • 40 – 50 g hrein jógúrt – við stofuhita
  • ½ – 1 tsk cumin

Meðlæti

  • Olía
  • Hvítlaukur – pressaður
  • Saltflögur
  • Perslilja – söxuð (má sleppa)
  • Möndluflögur – ristaðar (má sleppa)

Verklýsing

Ath. Mér finnst gott ráð að stilla ofninn á 200°C um leið og pannan er hituð til að baka brauðin.  Oft er eitthvað eftir af matarundirbúningnum og þá er gott að skella brauðunum aðeins í ofninn á meðan – bara ekki of lengi þá verða þau hörð.

  1. Vatn, pressuger og jógúrt blandað saman þar til gerið er uppleyst.  Sykri, cumin og hluta af hveitinu blandað saman við – látið standa í u.þ.b. 20 mínútur
  2. Salti og afgangi af hveitinu bætt við og hnoðað – látið hefast undir klút í 1 klukkustund. (Hægt er að minnka magnið á gerinu og láta brauðið þá hefast lengur)
  3. Olíu og hvítlauki blandað saman í skál
  4. Deigið sett á hveitistráða borðplötu og skipt í 6 hluta.  Úr hverjum hluta eru búin til 2 naanbrauð. Best er að fletja út hvert brauð fyrir sig og setja á pönnuna.  Gott að nota hveiti þegar flatt er út og gæta þess að fletja brauðið frekar þunnt þar sem þau bólngna út þegar þau eru bökuð
  5. Ögn af olíu sett á pönnu og hún hituð. Gott að hafa góðan hita á pönnunni en ekki endilega hæsta þar sem brauðið brennur þá frekar
  6. Þegar brauðið hefur verið sett á pönnuna er penslað með hvítlauksolíunni á óbökuðu hliðina – snúið við þegar kominn er fallegur litur á brauðið
  7. Á meðan brauðið bakast á pönnunni er næsta brauð flatt út og síðan sett á pönnuna
  8. Gott að strá saltflögum og t.d. möndluflögum og persilju yfir brauðið
  9. Brauðin eru frekar mjúk og er því gott að setja þau aðeins inn í ofn til að fá á þau smá skorpu (sjá í byrjun verklýsingar). Naanbrauðin eru best ylvolg

IMG_3110

IMG_3108

IMG_3109

IMG_3642 IMG_3641 IMG_3117

 

 

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*