Spínatsalat – öðruvísi og svo gott

Spínatsalat - svo gott ofan á brauð

 • Servings: /Magn: 1 skál
 • Difficulty: auðvelt
 • Print

Uppruni

Þessi uppskrift kemur frá Elínu sem fékk hana frá Önnu vinkonu sinni.  Þetta salat er alveg sérstaklega gott með nýbökuðu súrdeigsbrauði eða líka bara ofan á hrökkbrauðið.  Salatið geymist vel í kæli og er bæði auðvelt og skemmtilega öðruvísi.  Það getur verið smá maus að finna kryddið en skiptir heilmiklu máli fyrir bragðið – ég fann það í Fjarðarkaupum.  Gott salat fyrir þá sem aðhyllast ketó – en þá má sleppa rauðlauknum.

Hráefni

 • 250 g spínat (200 g frosið og 50 g ferskt)
 • 1 dós vatnahnetur – skornar í litla bita
 • 1 rauðlaukur – saxaður smátt
 • 2 dl sýrður rjómi
 • 2 dl majónes
 • 2 tsk SalatMix

Verklýsing

 1. Vökvinn kreistur úr frosna spínatinu og ferska spínatið skorið smátt.  Ef ferskt spínat er ekki til er allt í góðu að nota bara frosið
 2. Majónes og sýrður rjómi sett í skál og hrært.  Söxuðum vatnahnetum og rauðlauk blandað saman við ásamt, kryddi og spínatinu – blandað saman

Gott með

Brauði eða hrökkkexi.

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*