Rúlluterta með kókos og rifsberjasmjöri

Rúlluterta með kókos og rifsberjasmjöri (rifsberjacurd)

 • Servings: /Magn: 10 - 12 bitar
 • Difficulty: meðal
 • Print

Uppruni

Hér kemur enn ein rúllutertuuppskriftin en þær eru með því fljótlegasta sem hægt er að baka. Það tekur u.þ.b. 10 mínútur að búa til deigið og hita ofninn. Baksturinn tekur svo 5 mínútur. Þá er bara eftir að setja fyllinguna ofna á.  Rifsberjasmjörið má búa til löngu áður og eiga í kæli.  Það tekur örstutta stund að setja fyllinguna á og rúlla kökunni upp

Forvinna

Tilvalið að búa rifsberjasmjörið til daginn áður eða nokkrum dögum áður – það geymist vel í kæli.  Botninn má alveg baka daginn áður en þá er best að kæla hann alveg (láta ofnskúffuna liggja yfir í góðan tíma) og setja hann síðan í stóran plastpoka (láta bökunarpappírinn fylgja með).  Best er að setja fyllinguna á og rúlla kökunni upp sama dag og boðið er upp á hana.

Hráefni

Botn

 • 3 egg
 • 1½ dl sykur
 • 6 msk kartöflumjöl
 • 1 tsk lyftiduft
 • 1 tsk vanillusykur

Fylling

 • 2 dl rjómi
 • 1½ dl grísk jógúrt
 • 1½  – 2 dl rifsberjasmjör
 • 1 tsk vanillusykur
 • ½ – 1 dl kókosmjöl

Verklýsing

Botn

 1. Ofninn hitaður í 250°C (yfir- og undirhiti)
 2. Egg og sykur hvítþeytt
 3. Kartöflumjöli, lyftidufti og vanillusykri blandað saman og sigtað út í hvítþeytt eggin – betra að sigta hluta í einu og blanda varlega saman
 4. Bökunarpappír settur í ofnskúffu – gott að smyrja pappírinn aðeins með hörðu smjöri
 5. Deiginu dreift yfir pappírinn og bakað í 5 mínútur – fylgjast með svo að kakan verði ekki of dökk
 6. Kökunni hvolft á annan bökunarpappír sem búið er að dreifa kókosmjölinu á – hinn tekinn af og ofnskúffa lögð yfir – það er gert til þess að koma í veg fyrir að kakan harðni

 

Fylling og samsetning

 1. Rjóminn þeyttur – vanillusykri blandað saman við. Grískri jógúrt blandað saman við í lokin
 2. Ofnskúffan tekin af kökunni og rifsberjasmjöri smurt yfir
 3. Rjómablöndunni dreift yfir og kakan rúlluð upp – gott að nota bökunarpappírinn til að hjálpa við það
 4. Rúllutertuna er hægt að bera fram heila á fallegu bretti/fati og skreyta eins og hverjum og einum dettur í hug

 

Geymsla: Rúllutertuna er best að geyma í kæli – hún er líka góð daginn eftir.

Botn

 

Kakan látin kólna undir ofnskúffunni

Rifsberjasmjörið (curdið)

Samsetning

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*