Draumaterta – góð og auðveld

Draumaterta - góð og auðveld

  • Servings: fyrir 5 -7
  • Print

Uppruni

Uppskriftin kemur frá mömmu og var hún í miklu uppáhaldi hjá mér þegar ég var lítil. Þá var í henni smjörkrem en með árunum er rjómi í meira uppáhaldi – hef því aðeins breytt uppskriftinni. Læt báðar útgáfur fylgja með. Hver veit nema ég prófi smjörkremið einn daginn – það svíkur örugglega ekki.

Forvinna

Kökuna er hægt að baka eitthvað áður. Ef smjörkremið er notað þá er jafnvel betra að rúlla henni upp og láta hana standa aðeins. Rjómafyllingin er best fersk.

Hráefni

Svampbotn

  • 3 egg
  • 1½ dl sykur
  • ¾ dl kartöflumjöl
  • 2 msk kakó
  • 1 tsk lyftiduft

Rjómafylling

  • 3 dl rjómi
  • Fersk ber
  • Súkkulaði – rifið yfir

Smjörkrem

  • 100 g smjör
  • 2 dl flórsykur
  • 2 tsk vanillusykur
  • 1 eggjarauða

Verklýsing

Svambotn

  1. Ofninn hitaður í 250°C
  2. Egg þeytt (í hrærivél) með sykri þar til blandan er orðin létt og loftkennd
  3. Kartöflumjöli, kakói og lyftidufti blandað saman, sigtað í eggjahræruna og hrært varlega saman við með sleif
  4. Deigið breitt jafnt út á olíusmurðan bökunarpappír (í ofnskúffu). Bakað í u.þ.b. 5 mínútur
  5. Kökunni hvolft á klút, sem hveiti hefur verið sigtað á, bökunarpappírinn fjarlægður og ofnskúffan sett yfir á meðan kakan kólnar

 

Rjómafylling

  1. Rjómi þeyttur og hann smurður yfir kökuna – ekki alveg út á endana
  2. Ávöxtum og rifnu súkkulaði dreift yfir
  3. Kakan rúlluð upp
  4. Flórsykur sigtaður yfir og kakan skreytt með myntu og berjum

 

Smjörkrem

Allt nema eggjarauðan er sett í hrærivél og þeytt þar til hræran er létt og loftkennd. Eggjarauðunni bætt út í og hrært aðeins áfram. Fyllingin breidd yfir kökubotninn og kakan rúlluð upp. Kökunni velt upp úr strásykri ef vill.

Geymsla

Rúllutertan með smjörkreminu geymist ágætlega yfir nótt í kæli.

IMG_5148

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*